Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan barðist við Kára og Sölva - „Þurfti að ræsa Sölva út"
Gaman að þessu!
Gaman að þessu!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fór Sölvi í augað á Kjartani?
Fór Sölvi í augað á Kjartani?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan spjaldaður fyrir brot á Kára
Kjartan spjaldaður fyrir brot á Kára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, háði mikla baráttu gegn þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen, tveimur af miðvörðum Víkings.

Hafliði Breiðfjörð tók myndirnar sem sjá má hér til hliðar og að neðan.

Baráttan var rædd og skemmtilegar klippur sýndar í Pepsi Max stúkunni sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Þeir Kjartan og Sölvi voru til viðtals hér á Fótbolti.net eftir leikinn í gær og voru þeir báðir spurðir út í þessa baráttu. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hafði þá mikla skoðun á dómgæslunni í leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 KR

Þurfti að ræsa út Sölva
Hvernig var að kljást við Kára og Sölva?

„Það er bara ógeðslega gaman. Þess vegna er maður að spila fótbolta. Það þurfti að ræsa Sölva út í leikinn í dag og þeir náðu næstum því að vinna en þetta snýst ekkert um það. Víkingur er með frábært fótboltalið. Það er sterkt fyrir okkur að koma hingað, sýna karakter og halda áfram," sagði Kjartan Henry eftir leikinn.

Vildi segja sem minnst um þetta
Var erfitt að eiga við Kjartan?

„Nei, nei, mér fannst það ekki svo erfitt. Ég vil segja sem minnst um þetta. Það var barátta og gaman að kljást svona en aðallega svekktur með úrslitin," sagði Sölvi Geir.

Þeir eru bara klókir og klárir en við þurfum að dæma eins á alla, hvort sem þú heitir Jón eða séra Jón

„Ég held að þetta sé bara sanngjörn niðurstaða, þetta var hörku leikur og mikið um pústra. Stundum var dæmt en stundum ekki. Leikurinn fékk að fljóta en stundum bara í aðra áttina. Svona er þetta bara."

„Línan hjá Dómaranum var fín en hún var bara í eina átt. Það eru menn sem komast upp með hluti inn á vellinum sem flestallir fótboltamenn komast ekki upp með. Svo finnst manni illa að einhverjum vegið. Ég hugsa að við séum að fá flest ef ekki öll spjöldin í leiknum. Þeir fá mun fleiri aukaspyrnur en við fyrir sambærilega hluti sem er ekki flautað á í hina áttina þannig ég var mjög ósáttur með línuna sem var í þá áttina allavega."


Fannst þér Sölvi og Kári komast með upp með of mikið?

„Þeir eru bara reynsluboltar, þeir kunna þetta og gera þetta vel. Á meðan þeir komast upp með þetta þá halda þeir því áfram og það er bara frábært. Það er ekki að ástæðulausu að þetta eru okkar bestu varnarmenn í gegnum tíðina. Þeir eru bara klókir og klárir en við þurfum að dæma eins á alla, hvort sem þú heitir Jón eða séra Jón."

„Það er oft auðveld að lyfta upp spjaldi fyrir tvítugan strák sem er óþekktur og kemur ekki að skamma dómarann frekar en það væri eldri leikmaður sem hefur smá bein í nefinu. Leikurinn og úrslitin höfðu ekkert með þetta gera, svona er þetta. Þetta skiptir ekki máli, dómarinn er að reyna sitt besta og stóð sig að öðru leyti bara mjög vel,"
sagði Rúnar eftir leikinn.

Kjartan Henry fékk að líta gula spjaldið í þessum leik en Sölvi Geir og Kári gengu af velli í lok leiks án þess að fá spjald.

Sjá einnig:
„Fannst það einhver sexý saga að láta Sölva spila"


Athugasemdir
banner
banner