Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 22. september 2019 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Freyr: Mér líður mjög vel í HK - Geggjaður klúbbur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tillfinningin er ekkert sérstök, leiðinlegt að missa þetta niður í jafntefli, ekki góð tilfinning, sagði Alexander Freyr Sindrason, leikmaður HK, eftir 1-1 jafntefli við ÍA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍA.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst holningin vera þannig að við myndum ekki missa þetta niður en svona er boltinn. Þeir byrja að dæla boltum inn í en við erum með þannig lið að við eigum að ráða við."

„Svo fá þeir vítaspyrnudóm sem ég veit ekki alveg með, það er ástæðan að leikurinn endar í jafntefli."

Alexander fékk fínt færi eftir aukaspyrnu í fyrri hálfleik og náði skoti á markið en lág eftir í kjölfarið.

„Ég hitti boltann vel en fæ löppina á ÍA manni í mig. Hann (dómarinn) metur það þannig að ég hitti boltann vel og það sé ekki víti út af því. Ég þekki þetta ekki alveg nógu vel þannig ég ætla að segja pass."

Alexander yfirgaf Hauka á miðju tímabili og þótti mörgum félagaskiptin óvænt. Alexander var spurður út í vistaskiptin.

„Boltinn er bara svona. Ég fann að það var kominn tímapunktur fyrir mig að skoða eitthvað nýtt. Ég sé ekki eftir því í dag, mér líður mjög vel í HK. Geggjaður klúbbur."

Fréttaritari þjarmaði meira að Alexander og spurði hann út í hvort að ef núverandi þjálfari Hauka, Luka Kostic, hefði verið með Hauka á þeim tímapunkti hvort Alexander hefði haldið áfram í Haukum.

„Ég veit það ekki, fótboltinn er sérstakur, ég get ekki sagt til um það. Það hefði ekki þýtt það endilega að ég hefði verið með þeim. Ég ákvað að skipta um og þannig er það."

„Ég mætti á leikinn í gær og studdi liðið. Það var leiðinlegt að sjá liðið falla.


Athugasemdir
banner