Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
   sun 22. september 2019 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Freyr: Mér líður mjög vel í HK - Geggjaður klúbbur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tillfinningin er ekkert sérstök, leiðinlegt að missa þetta niður í jafntefli, ekki góð tilfinning, sagði Alexander Freyr Sindrason, leikmaður HK, eftir 1-1 jafntefli við ÍA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍA.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst holningin vera þannig að við myndum ekki missa þetta niður en svona er boltinn. Þeir byrja að dæla boltum inn í en við erum með þannig lið að við eigum að ráða við."

„Svo fá þeir vítaspyrnudóm sem ég veit ekki alveg með, það er ástæðan að leikurinn endar í jafntefli."

Alexander fékk fínt færi eftir aukaspyrnu í fyrri hálfleik og náði skoti á markið en lág eftir í kjölfarið.

„Ég hitti boltann vel en fæ löppina á ÍA manni í mig. Hann (dómarinn) metur það þannig að ég hitti boltann vel og það sé ekki víti út af því. Ég þekki þetta ekki alveg nógu vel þannig ég ætla að segja pass."

Alexander yfirgaf Hauka á miðju tímabili og þótti mörgum félagaskiptin óvænt. Alexander var spurður út í vistaskiptin.

„Boltinn er bara svona. Ég fann að það var kominn tímapunktur fyrir mig að skoða eitthvað nýtt. Ég sé ekki eftir því í dag, mér líður mjög vel í HK. Geggjaður klúbbur."

Fréttaritari þjarmaði meira að Alexander og spurði hann út í hvort að ef núverandi þjálfari Hauka, Luka Kostic, hefði verið með Hauka á þeim tímapunkti hvort Alexander hefði haldið áfram í Haukum.

„Ég veit það ekki, fótboltinn er sérstakur, ég get ekki sagt til um það. Það hefði ekki þýtt það endilega að ég hefði verið með þeim. Ég ákvað að skipta um og þannig er það."

„Ég mætti á leikinn í gær og studdi liðið. Það var leiðinlegt að sjá liðið falla.


Athugasemdir
banner