Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   þri 23. mars 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Hann er icon í íslenskum fótbolta
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

„Það er alvöru próf og við erum fullir tilhlökkunar," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason en Hafliði spjallaði við hann í dag.

„Það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýjum þjálfurum en við viljum halda í það sem við höfum gert vel undanfarin ár. Við erum að fara að mæta einu besta liði heims og ég geri ráð fyrir því að þeir verði meira með boltann. En það er allt í lagi, við verðum bara að verjast vel og nýt okkar möguleika þegar við höfum boltann. Við höfum áður sótt úrslit gegn stórum þjóðum."

„Þetta er ákveðin törn en við erum með 23 leikmenn sem eru tilbúnir og við munum sækja eins mörg stig og við getum."

Sverrir Ingi er ánægður með nýtt þjálfarateymi og telur að það hafi mikið að segja að hafa Lars Lagerback með í þessu.

„Þeir hafa komið vel inn í þetta. Ég þekki til Arnars frá mínum tíma hjá Lokeren og hef verið með Eiði í landsliðinu, þetta er spennandi verkefni framundan. Við erum að fara í þetta í fyrsta skipti. Það er ekki mikill tími sem við höfum til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik og þá höfum við Lars sem hefur gert þetta allt hundrað sinnum áður og getur hjálpað okkur. Við erum þakklátir fyrir að hafa hann og hann getur gefið okkur ró og reynslu," segir Sverrir.

„Hann er icon í íslenskum fótbolta eftir það sem hann gerði. Hans nærvera mun gefa okkur helling."
Athugasemdir
banner
banner