Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 23. mars 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Hann er icon í íslenskum fótbolta
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

„Það er alvöru próf og við erum fullir tilhlökkunar," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason en Hafliði spjallaði við hann í dag.

„Það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýjum þjálfurum en við viljum halda í það sem við höfum gert vel undanfarin ár. Við erum að fara að mæta einu besta liði heims og ég geri ráð fyrir því að þeir verði meira með boltann. En það er allt í lagi, við verðum bara að verjast vel og nýt okkar möguleika þegar við höfum boltann. Við höfum áður sótt úrslit gegn stórum þjóðum."

„Þetta er ákveðin törn en við erum með 23 leikmenn sem eru tilbúnir og við munum sækja eins mörg stig og við getum."

Sverrir Ingi er ánægður með nýtt þjálfarateymi og telur að það hafi mikið að segja að hafa Lars Lagerback með í þessu.

„Þeir hafa komið vel inn í þetta. Ég þekki til Arnars frá mínum tíma hjá Lokeren og hef verið með Eiði í landsliðinu, þetta er spennandi verkefni framundan. Við erum að fara í þetta í fyrsta skipti. Það er ekki mikill tími sem við höfum til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik og þá höfum við Lars sem hefur gert þetta allt hundrað sinnum áður og getur hjálpað okkur. Við erum þakklátir fyrir að hafa hann og hann getur gefið okkur ró og reynslu," segir Sverrir.

„Hann er icon í íslenskum fótbolta eftir það sem hann gerði. Hans nærvera mun gefa okkur helling."
Athugasemdir
banner
banner