Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 23. mars 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Hann er icon í íslenskum fótbolta
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð er staddur í Þýskalandi þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta heimamönnum á fimmtudagskvöld í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

„Það er alvöru próf og við erum fullir tilhlökkunar," segir varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason en Hafliði spjallaði við hann í dag.

„Það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýjum þjálfurum en við viljum halda í það sem við höfum gert vel undanfarin ár. Við erum að fara að mæta einu besta liði heims og ég geri ráð fyrir því að þeir verði meira með boltann. En það er allt í lagi, við verðum bara að verjast vel og nýt okkar möguleika þegar við höfum boltann. Við höfum áður sótt úrslit gegn stórum þjóðum."

„Þetta er ákveðin törn en við erum með 23 leikmenn sem eru tilbúnir og við munum sækja eins mörg stig og við getum."

Sverrir Ingi er ánægður með nýtt þjálfarateymi og telur að það hafi mikið að segja að hafa Lars Lagerback með í þessu.

„Þeir hafa komið vel inn í þetta. Ég þekki til Arnars frá mínum tíma hjá Lokeren og hef verið með Eiði í landsliðinu, þetta er spennandi verkefni framundan. Við erum að fara í þetta í fyrsta skipti. Það er ekki mikill tími sem við höfum til að undirbúa okkur fyrir fyrsta leik og þá höfum við Lars sem hefur gert þetta allt hundrað sinnum áður og getur hjálpað okkur. Við erum þakklátir fyrir að hafa hann og hann getur gefið okkur ró og reynslu," segir Sverrir.

„Hann er icon í íslenskum fótbolta eftir það sem hann gerði. Hans nærvera mun gefa okkur helling."
Athugasemdir
banner