Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 23. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð: Það er staðreynd, engin afsökun
Icelandair
Alfreð í leiknum í kvöld.
Alfreð í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru alveg ótrúlega mikil vonbrigði ef þú tapar 3-0 í svona mikilvægum leik. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði reynsluboltinn Alfreð Finnbogason eftir tapið hörmulega gegn Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Við áttum í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum þá. Þeir voru gríðarlega þéttir á miðsvæðinu og með þrjá hafsenta. Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið til að vinna þennan leik," sagði Alfreð en hvað vantaði helst upp á?

„Það eru smáatriði sem skipta máli. Þegar þeir eru með fyrirgjafir í mörkunum þá eru þeir oft þrír á þrjá sem er ekki góð staða að vera í. Við viljum vera í yfirtölu í okkar teig. Þeir við erum með fyrirgjafir erum við tveir á fimm. Við verðum að draga lærdóm af þessu og vera þéttari."

„Við vorum að reyna að pressa þá hátt sem gekk ekki nægilega vel... þetta spilaðist í þeirra hendur."

Bosnía er lið sem við stefnum á að keppa við um annað sætið í riðlinum. „Þetta er högg, engin spurning. En þetta eru tíu leikir. Þetta ræðst ekki í kvöld. Við þurfum að vinna þessa skyldusigra eins og er næsta sunnudag. Það á rosalega mikið eftir að gerast en þetta er vissulega mikið högg."

„Við erum lið í mótun. Við erum ekki búnir að spila marga leiki saman. Það er staðreynd, engin afsökun. Við fáum reynslumikla leikmenn inn vonandi bráðlega. Það munar um alla. Við þurfum hópinn. Við vorum slakir í smáatriðunum í dag."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir