
„Það eru alveg ótrúlega mikil vonbrigði ef þú tapar 3-0 í svona mikilvægum leik. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði reynsluboltinn Alfreð Finnbogason eftir tapið hörmulega gegn Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
„Við áttum í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum þá. Þeir voru gríðarlega þéttir á miðsvæðinu og með þrjá hafsenta. Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið til að vinna þennan leik," sagði Alfreð en hvað vantaði helst upp á?
„Það eru smáatriði sem skipta máli. Þegar þeir eru með fyrirgjafir í mörkunum þá eru þeir oft þrír á þrjá sem er ekki góð staða að vera í. Við viljum vera í yfirtölu í okkar teig. Þeir við erum með fyrirgjafir erum við tveir á fimm. Við verðum að draga lærdóm af þessu og vera þéttari."
„Við vorum að reyna að pressa þá hátt sem gekk ekki nægilega vel... þetta spilaðist í þeirra hendur."
Bosnía er lið sem við stefnum á að keppa við um annað sætið í riðlinum. „Þetta er högg, engin spurning. En þetta eru tíu leikir. Þetta ræðst ekki í kvöld. Við þurfum að vinna þessa skyldusigra eins og er næsta sunnudag. Það á rosalega mikið eftir að gerast en þetta er vissulega mikið högg."
„Við erum lið í mótun. Við erum ekki búnir að spila marga leiki saman. Það er staðreynd, engin afsökun. Við fáum reynslumikla leikmenn inn vonandi bráðlega. Það munar um alla. Við þurfum hópinn. Við vorum slakir í smáatriðunum í dag."
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir