Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 23. mars 2023 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex: Hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfurunum að gera
Komnir ofan í holu og tókst ekki að komast upp úr henni
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur, þetta var ekki góð byrjun hjá okkur, hittum ekki á dagsformið og gerum meiri kröfur á okkur sjálfa. Leiðinlegt að geta farið héðan með einhver stig," sagði Rúnar Alex, besti leikmaður Íslands, eftir 3-0 tap í Bosníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Ég er alveg sammála því, á fyrstu 5-10 mínútunum eru komin nokkur færi þar sem ég þarf að hjálpa liðinu. Svo skora þeir grísamark, kannski á morgun eða hinn hefði þetta farið í varnarmann eða mig og í burtu. Þá væri þetta annar leikur. Þeir skora og þá er þetta hola sem við erum komnir ofan í og náum ekki að grafa okkur upp úr henni aftur."

Rúnari fannst liðið leita full lengi í löngu boltana. „Uppleggið var að vera öruggir fyrstu 10-15 mínúturnar og ætluðum að fara í langa bolta sem er skynsamlegt. En við sem lið hefðum átt að reyna spila aðeins meira aðeins fyrr og koma okkar færustu fótboltamönnum meira inn í leikinn. Það er erfitt fyrri góða fótboltamenn að vera bara að berjast. Það hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfarateyminu að gera, bara við sem eigum að gera betur í því að koma þeim (færustu leikmönnunum) inn í leikinn."

„Það sést í seinni hálfleik, auðvitað eru þeir búnir að leggjast djúpt, en við höfum gæði til að stríða þeim. Við erum bara alltof seinir að byrja gera það."


Rúnar segir að andinn í klefanum hafi verið súr. „Við vitum að getum gert miklu betur, setjum miklar kröfur á okkur og viljum gera betur. Við viljum standa okkur vel til að búa til stemningu í kringum okkur. Það byrjar hjá okkur inná vellinum. Það er súrt að geta ekki byrjað undankeppni á annan hátt en að tapa 3-0. Auðvitað er þetta erfiður útivöllur en við komum hingað með það markmið að fá stig."

Markvörðurinn er ekki á því að þetta sé högg á trúna á að fara upp úr riðlinum. „Alls ekki, þetta var alltaf að fara verða erfiður leikur. Ef við vinnum fjóra leiki á heimavelli og tvo á útivelli þá erum við komnir með þessi átján stig sem við þurfum. Það eru ennþá níu leikir eftir, fimm af þeim heima," sagði Rúnar Alex að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner