Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
   fim 23. mars 2023 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex: Hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfurunum að gera
Komnir ofan í holu og tókst ekki að komast upp úr henni
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur, þetta var ekki góð byrjun hjá okkur, hittum ekki á dagsformið og gerum meiri kröfur á okkur sjálfa. Leiðinlegt að geta farið héðan með einhver stig," sagði Rúnar Alex, besti leikmaður Íslands, eftir 3-0 tap í Bosníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

„Ég er alveg sammála því, á fyrstu 5-10 mínútunum eru komin nokkur færi þar sem ég þarf að hjálpa liðinu. Svo skora þeir grísamark, kannski á morgun eða hinn hefði þetta farið í varnarmann eða mig og í burtu. Þá væri þetta annar leikur. Þeir skora og þá er þetta hola sem við erum komnir ofan í og náum ekki að grafa okkur upp úr henni aftur."

Rúnari fannst liðið leita full lengi í löngu boltana. „Uppleggið var að vera öruggir fyrstu 10-15 mínúturnar og ætluðum að fara í langa bolta sem er skynsamlegt. En við sem lið hefðum átt að reyna spila aðeins meira aðeins fyrr og koma okkar færustu fótboltamönnum meira inn í leikinn. Það er erfitt fyrri góða fótboltamenn að vera bara að berjast. Það hefur ekkert með uppleggið hjá þjálfarateyminu að gera, bara við sem eigum að gera betur í því að koma þeim (færustu leikmönnunum) inn í leikinn."

„Það sést í seinni hálfleik, auðvitað eru þeir búnir að leggjast djúpt, en við höfum gæði til að stríða þeim. Við erum bara alltof seinir að byrja gera það."


Rúnar segir að andinn í klefanum hafi verið súr. „Við vitum að getum gert miklu betur, setjum miklar kröfur á okkur og viljum gera betur. Við viljum standa okkur vel til að búa til stemningu í kringum okkur. Það byrjar hjá okkur inná vellinum. Það er súrt að geta ekki byrjað undankeppni á annan hátt en að tapa 3-0. Auðvitað er þetta erfiður útivöllur en við komum hingað með það markmið að fá stig."

Markvörðurinn er ekki á því að þetta sé högg á trúna á að fara upp úr riðlinum. „Alls ekki, þetta var alltaf að fara verða erfiður leikur. Ef við vinnum fjóra leiki á heimavelli og tvo á útivelli þá erum við komnir með þessi átján stig sem við þurfum. Það eru ennþá níu leikir eftir, fimm af þeim heima," sagði Rúnar Alex að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner