Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 23. apríl 2025 20:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er sáttur með sigurinn og líka ánægður með frammistöðuna meirihluta leiksins. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur en mér fannst þetta vera mikið skref fram á við," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur gegn KA í kvöld en það var jafnframt fyrsti deildarsigur Vals í sumar.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Við höfðum góða stjórn á leiknum og skoruðum góð mörk. Við vorum góðir bæði með og án bolta í dag og tókum góð skref fram á við varnarlega. Það er alltaf markmiðið að reyna að bæta frammistöður milli leikja."

Þar sem liðið spilaði heilt yfir mjög vel varnarlega í kvöld viðurkennir Túfa að það hafi verið pirrandi að ná ekki að halda hreinu. "Það var mjög pirrandi. Ég var að segja við strákana að ég væri að verða gráhærður að bíða eftir að við höldum hreinu. En við höldum áfram að leggja mikla vinnu í það."

Enn er verk að vinna þó fyrsti sigurinn sé kominn í hús. "Við þurfum meiri stöðugleika í því sem við erum að gera, bæði sóknarlega og varnarlega. Við erum aðeins búnir að breyta um leikstíl frá í fyrra og það tekur tíma til að það smelli. En við leggjum hart að okkur og við erum að bæta okkur."

Næst var hann spurður út í kaup Vals á Stefáni Gísla Stefánssyni sem Valur keypti frá Fylki á dögunum. "Eins og staðan er núna er hann bara búinn að ná einni æfingu með okkur. Við viljum láta hann koma aðeins betur inn í hlutina hjá okkur. Stefán er ungur og efnilegur strákur sem passar vel inn í hlutina hjá okkur og hvernig við erum að plana til lengri tíma."

Að lokum spurðum við svo hvort von væri á breytingum á liðinu áður en glugginn lokar um mánaðarmótin. "Maður veit aldrei. Glugginn er alltaf lifandi og þú veist aldrei hvað kemur upp. Einhver getur farið eða eitthvað komið inn á borð sem er ekki hægt að segja nei við. Ég loka ekki á neitt fram á síðustu stundu."


Athugasemdir
banner
banner
banner