Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   mið 23. júní 2021 22:20
Baldvin Már Borgarsson
Jökull Elísabetar stoltur: Fannst við spila góðan fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jökull Ingason Elísabetarson var stoltur af sínum strákum í Augnablik sem spiluðu gegn Lengjudeildarliði Fjölnis fyrr í kvöld.

Fjölnir sigraði leikinn 4-1 og er komið áfram í bikarnum en Augnablik spilaði af miklu hugrekki og lét ekki sjá á sér að þeir væru tveimur deildum fyrir neðan Fjölnismenn.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  4 Fjölnir

„Ég er stoltur af þeim, fannst við spila góðan fótbolta og lögðum mikið í þetta. Það svona skildi á milli í teigunum, hefði viljað sjá okkur reyna oftar á markið, skjóta meira, svo held ég að við séum allir frekar svekktir með mörkin sem við fáum á okkur.''

„Maður var búinn að vera spenntur, ég hafði fulla trú á að við gætum spilað okkar leik á móti þeim, ég held að mörkin hafi ekki komið á okkur útaf því að við spiluðum okkar bolta, það voru bara gæði í Fjölnisliðinu sem að skilja á milli.


Kom aldrei til greina að þétta raðirnar og liggja til baka?

„Maður náttúrulega hugsar út í allt, það eru þessir tveir möguleikar, að falla niður og sækja hratt eða sækja en við vorum bara sammála um að við vildum gefa þessu sénsinn.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Jökull betur um leikinn, samstarfið við Breiðablik, markmið verkefnisins og hvert þeir stefna með félagið.
Athugasemdir
banner