Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 23. júní 2021 22:20
Baldvin Már Borgarsson
Jökull Elísabetar stoltur: Fannst við spila góðan fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jökull Ingason Elísabetarson var stoltur af sínum strákum í Augnablik sem spiluðu gegn Lengjudeildarliði Fjölnis fyrr í kvöld.

Fjölnir sigraði leikinn 4-1 og er komið áfram í bikarnum en Augnablik spilaði af miklu hugrekki og lét ekki sjá á sér að þeir væru tveimur deildum fyrir neðan Fjölnismenn.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  4 Fjölnir

„Ég er stoltur af þeim, fannst við spila góðan fótbolta og lögðum mikið í þetta. Það svona skildi á milli í teigunum, hefði viljað sjá okkur reyna oftar á markið, skjóta meira, svo held ég að við séum allir frekar svekktir með mörkin sem við fáum á okkur.''

„Maður var búinn að vera spenntur, ég hafði fulla trú á að við gætum spilað okkar leik á móti þeim, ég held að mörkin hafi ekki komið á okkur útaf því að við spiluðum okkar bolta, það voru bara gæði í Fjölnisliðinu sem að skilja á milli.


Kom aldrei til greina að þétta raðirnar og liggja til baka?

„Maður náttúrulega hugsar út í allt, það eru þessir tveir möguleikar, að falla niður og sækja hratt eða sækja en við vorum bara sammála um að við vildum gefa þessu sénsinn.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Jökull betur um leikinn, samstarfið við Breiðablik, markmið verkefnisins og hvert þeir stefna með félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner