Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 24. ágúst 2019 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Geir: Við erum klárir í baráttu
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Magna í heimsókn þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla.
Eftir markalausan fyrri hálfleik komu þrjú mörk í seinni hálfleik en Njarðvík hafði betur gegn Magna þar sem Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur skoraði meðal annars og var valinn maður leiksins.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Frábært og gaman að upplifa sigurleiki og það var mjög skemmtilegt og ólýsanleg tilfining að fá að sigra leik og fagna með stuðningsmönnum, hann var bara langþráður." Sagði Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Þrjú mikilvæg stig til Njarðvíkur hversu mikilvægt eru þau fyrir liðið?
„Gríðarlega mikilvæg, munar öllu fyrir okkur, bæði upp á sjálfstraustið fyrir næstu leiki og bara upp á að fá þrjú stig."

Njarðvíkingar fengu á sig jöfnunarmark seint í leiknum en gerðu gríðarlega vel með að svara því strax með marki í næstu sókn á eftir en það var gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvíkinga að ná öllum þrem stigunum í dag.
„Já það var mjög mikilvægt að svara því strax og sýnir bara karakter í okkur að þótt við fengum eitthvað í bakið að þá bara sýna það strax að við getum skorað strax aftur." 

Atli Geir var þá mjög ánægður með framistöðu liðsins.
„ Mér fannst hún mjög góð, við vorum að vinna alla seinni bolta og fyrstu botla, við vorum að sækja og héldum boltanum allan leikinn." 

Njarðvíkingar hafa ekki verið að spila sérstaklega illa í sumar en hlutirnir hafa ekki veirð að detta með þeim í sumar.
„Það vantar svolítið kannski að fá færri mörk á okkur og skora fleirri mörk. Við erum að fá færi en við klárum ekki öll færin okkar og við erum að fá mörk á okkur úr mistökum sem eru mjög dýr."

Njarðvíkingar eru eins og hefur komið fram í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni hvað eigum við von á að sjá frá Njarðvikingum og verða þeir í Inkasso að ári?
„Við erum klárir í baráttu, það er bara svoleiðis - Já klárlega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner