Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 24. ágúst 2019 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Geir: Við erum klárir í baráttu
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Magna í heimsókn þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla.
Eftir markalausan fyrri hálfleik komu þrjú mörk í seinni hálfleik en Njarðvík hafði betur gegn Magna þar sem Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur skoraði meðal annars og var valinn maður leiksins.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Frábært og gaman að upplifa sigurleiki og það var mjög skemmtilegt og ólýsanleg tilfining að fá að sigra leik og fagna með stuðningsmönnum, hann var bara langþráður." Sagði Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Þrjú mikilvæg stig til Njarðvíkur hversu mikilvægt eru þau fyrir liðið?
„Gríðarlega mikilvæg, munar öllu fyrir okkur, bæði upp á sjálfstraustið fyrir næstu leiki og bara upp á að fá þrjú stig."

Njarðvíkingar fengu á sig jöfnunarmark seint í leiknum en gerðu gríðarlega vel með að svara því strax með marki í næstu sókn á eftir en það var gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvíkinga að ná öllum þrem stigunum í dag.
„Já það var mjög mikilvægt að svara því strax og sýnir bara karakter í okkur að þótt við fengum eitthvað í bakið að þá bara sýna það strax að við getum skorað strax aftur." 

Atli Geir var þá mjög ánægður með framistöðu liðsins.
„ Mér fannst hún mjög góð, við vorum að vinna alla seinni bolta og fyrstu botla, við vorum að sækja og héldum boltanum allan leikinn." 

Njarðvíkingar hafa ekki verið að spila sérstaklega illa í sumar en hlutirnir hafa ekki veirð að detta með þeim í sumar.
„Það vantar svolítið kannski að fá færri mörk á okkur og skora fleirri mörk. Við erum að fá færi en við klárum ekki öll færin okkar og við erum að fá mörk á okkur úr mistökum sem eru mjög dýr."

Njarðvíkingar eru eins og hefur komið fram í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni hvað eigum við von á að sjá frá Njarðvikingum og verða þeir í Inkasso að ári?
„Við erum klárir í baráttu, það er bara svoleiðis - Já klárlega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner