Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fim 24. september 2020 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Birkir Már: Ég er alveg hrikaleg vítaskytta
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson fór mikin fyrir framan markið þegar Valur gerði góða ferð og sótti 1-4 sigur gegn FH í Kaplakrika. Bakvörðurinn knái sem hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum tíðina gerði sér lítið fyrir og gerði tvö mörk og mætti glaðbeittur í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Ég varð ekki bakvörður fyrr en 2006 22 ára. Ég var alltaf á kantinum, ekki góður kantmaður reyndar en það situr greinilega eitthvað eftir.“ Sagði Birkir aðspurður hvort gamlir taktar frá fyrri tíð hafi vaknað fyrir framan markið í dag.

Sigur Vals var öruggur svo ekki sé fastara að orðið kveðið og virkaði Valsliðið mjög afslappað og við stjórn í leiknum. Var þetta þægilegur leikur að spila?

„Þetta var alls ekki þægilegt. Þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu FH liði og maður sér að þeir eru að taka stórum framförum finnst mér og bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Mjög góðir leikmenn og þetta var alls ekki auðvelt þó kannski tölurnar láti það líta út þannig.“

Birkir Már gerði eins og áður sagði tvö mörk í leiknum, það seinni þegar hann kom Val í 1-3 í upphafi síðari hálfleiks. Á 65. mínútur fékk Valur vítaspyrnu sem Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr. Kom aldrei til greina hjá Birki að taka vítið og reyna við þrennuna?

„Nei ég er alveg hrikaleg vítaskytta. Ég hef aldrei tekið víti í meistaraflokksleik og ekki einu sinni síðan í 4.flokki þannig að ég hélt mig eins langt frá þessu víti og hægt var. “

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner