Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fim 24. september 2020 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Birkir Már: Ég er alveg hrikaleg vítaskytta
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson fór mikin fyrir framan markið þegar Valur gerði góða ferð og sótti 1-4 sigur gegn FH í Kaplakrika. Bakvörðurinn knái sem hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum tíðina gerði sér lítið fyrir og gerði tvö mörk og mætti glaðbeittur í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Ég varð ekki bakvörður fyrr en 2006 22 ára. Ég var alltaf á kantinum, ekki góður kantmaður reyndar en það situr greinilega eitthvað eftir.“ Sagði Birkir aðspurður hvort gamlir taktar frá fyrri tíð hafi vaknað fyrir framan markið í dag.

Sigur Vals var öruggur svo ekki sé fastara að orðið kveðið og virkaði Valsliðið mjög afslappað og við stjórn í leiknum. Var þetta þægilegur leikur að spila?

„Þetta var alls ekki þægilegt. Þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu FH liði og maður sér að þeir eru að taka stórum framförum finnst mér og bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Mjög góðir leikmenn og þetta var alls ekki auðvelt þó kannski tölurnar láti það líta út þannig.“

Birkir Már gerði eins og áður sagði tvö mörk í leiknum, það seinni þegar hann kom Val í 1-3 í upphafi síðari hálfleiks. Á 65. mínútur fékk Valur vítaspyrnu sem Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr. Kom aldrei til greina hjá Birki að taka vítið og reyna við þrennuna?

„Nei ég er alveg hrikaleg vítaskytta. Ég hef aldrei tekið víti í meistaraflokksleik og ekki einu sinni síðan í 4.flokki þannig að ég hélt mig eins langt frá þessu víti og hægt var. “

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner