Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fim 24. september 2020 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Birkir Már: Ég er alveg hrikaleg vítaskytta
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson fór mikin fyrir framan markið þegar Valur gerði góða ferð og sótti 1-4 sigur gegn FH í Kaplakrika. Bakvörðurinn knái sem hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum tíðina gerði sér lítið fyrir og gerði tvö mörk og mætti glaðbeittur í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Ég varð ekki bakvörður fyrr en 2006 22 ára. Ég var alltaf á kantinum, ekki góður kantmaður reyndar en það situr greinilega eitthvað eftir.“ Sagði Birkir aðspurður hvort gamlir taktar frá fyrri tíð hafi vaknað fyrir framan markið í dag.

Sigur Vals var öruggur svo ekki sé fastara að orðið kveðið og virkaði Valsliðið mjög afslappað og við stjórn í leiknum. Var þetta þægilegur leikur að spila?

„Þetta var alls ekki þægilegt. Þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu FH liði og maður sér að þeir eru að taka stórum framförum finnst mér og bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Mjög góðir leikmenn og þetta var alls ekki auðvelt þó kannski tölurnar láti það líta út þannig.“

Birkir Már gerði eins og áður sagði tvö mörk í leiknum, það seinni þegar hann kom Val í 1-3 í upphafi síðari hálfleiks. Á 65. mínútur fékk Valur vítaspyrnu sem Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr. Kom aldrei til greina hjá Birki að taka vítið og reyna við þrennuna?

„Nei ég er alveg hrikaleg vítaskytta. Ég hef aldrei tekið víti í meistaraflokksleik og ekki einu sinni síðan í 4.flokki þannig að ég hélt mig eins langt frá þessu víti og hægt var. “

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner