Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 24. september 2020 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Birkir Már: Ég er alveg hrikaleg vítaskytta
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson fór mikin fyrir framan markið þegar Valur gerði góða ferð og sótti 1-4 sigur gegn FH í Kaplakrika. Bakvörðurinn knái sem hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum tíðina gerði sér lítið fyrir og gerði tvö mörk og mætti glaðbeittur í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Ég varð ekki bakvörður fyrr en 2006 22 ára. Ég var alltaf á kantinum, ekki góður kantmaður reyndar en það situr greinilega eitthvað eftir.“ Sagði Birkir aðspurður hvort gamlir taktar frá fyrri tíð hafi vaknað fyrir framan markið í dag.

Sigur Vals var öruggur svo ekki sé fastara að orðið kveðið og virkaði Valsliðið mjög afslappað og við stjórn í leiknum. Var þetta þægilegur leikur að spila?

„Þetta var alls ekki þægilegt. Þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu FH liði og maður sér að þeir eru að taka stórum framförum finnst mér og bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Mjög góðir leikmenn og þetta var alls ekki auðvelt þó kannski tölurnar láti það líta út þannig.“

Birkir Már gerði eins og áður sagði tvö mörk í leiknum, það seinni þegar hann kom Val í 1-3 í upphafi síðari hálfleiks. Á 65. mínútur fékk Valur vítaspyrnu sem Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr. Kom aldrei til greina hjá Birki að taka vítið og reyna við þrennuna?

„Nei ég er alveg hrikaleg vítaskytta. Ég hef aldrei tekið víti í meistaraflokksleik og ekki einu sinni síðan í 4.flokki þannig að ég hélt mig eins langt frá þessu víti og hægt var. “

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner