Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 24. september 2020 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Birkir Már: Ég er alveg hrikaleg vítaskytta
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Birkir Már reimaði á sig skotskóna í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson fór mikin fyrir framan markið þegar Valur gerði góða ferð og sótti 1-4 sigur gegn FH í Kaplakrika. Bakvörðurinn knái sem hefur ekki verið þekktur fyrir mikla markaskorun í gegnum tíðina gerði sér lítið fyrir og gerði tvö mörk og mætti glaðbeittur í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Ég varð ekki bakvörður fyrr en 2006 22 ára. Ég var alltaf á kantinum, ekki góður kantmaður reyndar en það situr greinilega eitthvað eftir.“ Sagði Birkir aðspurður hvort gamlir taktar frá fyrri tíð hafi vaknað fyrir framan markið í dag.

Sigur Vals var öruggur svo ekki sé fastara að orðið kveðið og virkaði Valsliðið mjög afslappað og við stjórn í leiknum. Var þetta þægilegur leikur að spila?

„Þetta var alls ekki þægilegt. Þetta var mjög erfiður leikur á móti góðu FH liði og maður sér að þeir eru að taka stórum framförum finnst mér og bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Mjög góðir leikmenn og þetta var alls ekki auðvelt þó kannski tölurnar láti það líta út þannig.“

Birkir Már gerði eins og áður sagði tvö mörk í leiknum, það seinni þegar hann kom Val í 1-3 í upphafi síðari hálfleiks. Á 65. mínútur fékk Valur vítaspyrnu sem Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr. Kom aldrei til greina hjá Birki að taka vítið og reyna við þrennuna?

„Nei ég er alveg hrikaleg vítaskytta. Ég hef aldrei tekið víti í meistaraflokksleik og ekki einu sinni síðan í 4.flokki þannig að ég hélt mig eins langt frá þessu víti og hægt var. “

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner