„Frábært að vinna hérna. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir næstu leiki." Segir Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Stjörnunnar eftir 3-1 sigur gegn FH.
Lestu um leikinn: FH 1 - 3 Stjarnan
Eggert kom liðinu á bragðið með því að skora tvö mörk á fyrsta korterinu.
„Við skoruðum mjög flott mörk og spiluðum mjög vel. Það var mjög mikilvægt að fara inn í hálfleikinn 2-0 yfir.
Stjarnan átti í erfiðleikum í upphafi seinni hálfleiks.
„Ég veit ekki hvað vantaði hjá okkur. Þetta gerist stundum. Sem betur fer skoruðum við fljótlega og kæfum leikinn."
Þriðja mark Stjörnunnar kom á fullkomnum tíma.
„Algjörlega, Meðbyrinn var þeirra meginn og markið var mikilvægt.
Stjarnan þurfti sigur í dag til að auka möguleika sína í Evrópubaráttunni.
„Við tökum einn leik í einu. Ef við spilum svona þá mun okkur ganga vel í seinustu leikjunum"
Athugasemdir