Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 24. september 2023 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Liðið þurfi að grafa djúpt - „Ég á bara góðar minningar frá 2017"
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það eru báðir jákvæðir og neikvæðir hlutir frá þeim leik sem við tökum með okkur inn í næsta leik," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Hún var þar spurð út í síðasta leik gegn Wales sem endaði með 1-0 sigri hjá okkar liði. Það var fyrsti leikurinn í Þjóðadeildinni.

„Varnarlega var þetta fínt. Það er alltaf hægt að finna betri lausnir sóknarlega. Við þurfum að vera rólegri á boltann."

Þrír miðverðir voru í byrjunarliðinu í síðasta leik; Ingibjörg, Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir. Hvernig var að spila með þeim?

„Það var mjög gott. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og vitum hvað við erum að hugsa. Það er alltaf gaman að spila saman," sagði Ingibjörg.

Það var mjög mikilvægt að hefja Þjóðadeildina á þremur stigum. „Það var ótrúlega mikilvægt og gaf okkur mikið. Við þurfum að taka með okkur sjálfstraust og trú á verkefninu."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf þar sem þær undirbúa sig fyrir næsta leik í Þjóðadeildinni, gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það verður mjög erfitt verkefni.

„Ferðalagið var strembið, ég viðurkenni það. En við erum komnar og við sváfum vel í nótt. Þetta er góð byrjun, það er fínt veður."

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. „Við tökum því að það er smá vesen í kringum þær og sjálfstraustið ekki í botni. En við vitum líka að þær eru drullugóðar og með góða leikmenn innan liðsins. Við getum ekkert slappað af. Við þurfum alltaf að eiga okkar besta leik."

Ingibjörg byrjaði inn á hjá Íslandi í einum magnaðasta sigri í sögu kvennalandsliðsins er þær unnu 2-3 sigur gegn Þýskalandi í Wiesbaden árið 2017. Er ekki um að gera að vinna þær bara aftur?

„Ég er alveg til í það sko," sagði Ingibjörg og glotti. „Ég á bara góðar minningar frá 2017. Við þurfum að grafa djúpt og finna í hvaða standi við vorum þá andlega séð. Þetta var mikill liðssigur, það voru læti og geggjað gaman að spila. Ég vona að við fáum aftur þannig leik."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Ingibjörg ræðir meðal annars um Vålerenga þar sem hún er orðin fyrirliði.
Athugasemdir
banner