Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
   sun 24. september 2023 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Liðið þurfi að grafa djúpt - „Ég á bara góðar minningar frá 2017"
watermark Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það eru báðir jákvæðir og neikvæðir hlutir frá þeim leik sem við tökum með okkur inn í næsta leik," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Hún var þar spurð út í síðasta leik gegn Wales sem endaði með 1-0 sigri hjá okkar liði. Það var fyrsti leikurinn í Þjóðadeildinni.

„Varnarlega var þetta fínt. Það er alltaf hægt að finna betri lausnir sóknarlega. Við þurfum að vera rólegri á boltann."

Þrír miðverðir voru í byrjunarliðinu í síðasta leik; Ingibjörg, Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir. Hvernig var að spila með þeim?

„Það var mjög gott. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og vitum hvað við erum að hugsa. Það er alltaf gaman að spila saman," sagði Ingibjörg.

Það var mjög mikilvægt að hefja Þjóðadeildina á þremur stigum. „Það var ótrúlega mikilvægt og gaf okkur mikið. Við þurfum að taka með okkur sjálfstraust og trú á verkefninu."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf þar sem þær undirbúa sig fyrir næsta leik í Þjóðadeildinni, gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það verður mjög erfitt verkefni.

„Ferðalagið var strembið, ég viðurkenni það. En við erum komnar og við sváfum vel í nótt. Þetta er góð byrjun, það er fínt veður."

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. „Við tökum því að það er smá vesen í kringum þær og sjálfstraustið ekki í botni. En við vitum líka að þær eru drullugóðar og með góða leikmenn innan liðsins. Við getum ekkert slappað af. Við þurfum alltaf að eiga okkar besta leik."

Ingibjörg byrjaði inn á hjá Íslandi í einum magnaðasta sigri í sögu kvennalandsliðsins er þær unnu 2-3 sigur gegn Þýskalandi í Wiesbaden árið 2017. Er ekki um að gera að vinna þær bara aftur?

„Ég er alveg til í það sko," sagði Ingibjörg og glotti. „Ég á bara góðar minningar frá 2017. Við þurfum að grafa djúpt og finna í hvaða standi við vorum þá andlega séð. Þetta var mikill liðssigur, það voru læti og geggjað gaman að spila. Ég vona að við fáum aftur þannig leik."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Ingibjörg ræðir meðal annars um Vålerenga þar sem hún er orðin fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner