Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   sun 24. september 2023 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Liðið þurfi að grafa djúpt - „Ég á bara góðar minningar frá 2017"
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það eru báðir jákvæðir og neikvæðir hlutir frá þeim leik sem við tökum með okkur inn í næsta leik," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag. Hún var þar spurð út í síðasta leik gegn Wales sem endaði með 1-0 sigri hjá okkar liði. Það var fyrsti leikurinn í Þjóðadeildinni.

„Varnarlega var þetta fínt. Það er alltaf hægt að finna betri lausnir sóknarlega. Við þurfum að vera rólegri á boltann."

Þrír miðverðir voru í byrjunarliðinu í síðasta leik; Ingibjörg, Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir. Hvernig var að spila með þeim?

„Það var mjög gott. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og vitum hvað við erum að hugsa. Það er alltaf gaman að spila saman," sagði Ingibjörg.

Það var mjög mikilvægt að hefja Þjóðadeildina á þremur stigum. „Það var ótrúlega mikilvægt og gaf okkur mikið. Við þurfum að taka með okkur sjálfstraust og trú á verkefninu."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf þar sem þær undirbúa sig fyrir næsta leik í Þjóðadeildinni, gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það verður mjög erfitt verkefni.

„Ferðalagið var strembið, ég viðurkenni það. En við erum komnar og við sváfum vel í nótt. Þetta er góð byrjun, það er fínt veður."

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. „Við tökum því að það er smá vesen í kringum þær og sjálfstraustið ekki í botni. En við vitum líka að þær eru drullugóðar og með góða leikmenn innan liðsins. Við getum ekkert slappað af. Við þurfum alltaf að eiga okkar besta leik."

Ingibjörg byrjaði inn á hjá Íslandi í einum magnaðasta sigri í sögu kvennalandsliðsins er þær unnu 2-3 sigur gegn Þýskalandi í Wiesbaden árið 2017. Er ekki um að gera að vinna þær bara aftur?

„Ég er alveg til í það sko," sagði Ingibjörg og glotti. „Ég á bara góðar minningar frá 2017. Við þurfum að grafa djúpt og finna í hvaða standi við vorum þá andlega séð. Þetta var mikill liðssigur, það voru læti og geggjað gaman að spila. Ég vona að við fáum aftur þannig leik."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Ingibjörg ræðir meðal annars um Vålerenga þar sem hún er orðin fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner