Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 25. janúar 2020 14:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Opnir fyrir leikmönnum sem geta bætt liðið
Brynjar Atli verið mikið orðaður við Breiðablik
Brynjar Atli verið mikið orðaður við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar með Róberti Orra
Óskar með Róberti Orra
Mynd: Breiðablik
Óskar Hrafn var léttur eftir 4-1 sigur gegn FH í seinasta leik þeirra í A-deild í Fotbolta.net mótinu, og enduðu þeir með fullt hús stiga. Leikurinn var skemmtilegur og voru þeir grænklæddu með mikla yfirburði heilt yfir. Mörk Blika skoruðu Benedikt Waren, Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen skoraði svo tvö mörk í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili.

" Ég er sáttur en vissulega sækir maður kannski ekki allt í úrslitin en spilamennskan hefur verið mjög góð, hún hefur verið vaxandi og allir leikirnir hafa verið að bjóða upp á mismunandi áskorarnir fyrir liðið og þeir hafa staðist þær" Sagði Óskar eftir leik.

Óskar var spurður út í Brynjar Atla Bragason markmann Njarðvíkur um hvort hann væri á leið til félagsins sem og hvort það væru fleiri leikmenn á leiðinni.

"Það er ekkert tilbúið, það er ekkert frágengið fyrr en það er frágengið en ég held það sé ekkert leyndarmál að við höfum haft áhuga að fá hann og vonandi gengur það. Leikmannahópurinn má hins vegar ekki vera í kyrrstöðu, maður þarf alltaf að hafa hugan að því hvernig við getum bætt okkur. Það er hægt að vera betri á tvo vegu, styrkt liðið með frábærum leikmönnum eða á æfingasvæðinu. Stutta svarið er við erum opnir fyrir leikmönnum sem við teljum geta hjálpað liðinu að verða betra innan sem utan vallar." Hafði Óskar að segja um leikmannamál Blika.

Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson skrifuðu báðir nýlega undir samning við Blika og komu þeir báðir við sögu í leiknum, Höskuldur byrjaði leikinn og spilaði lunga af leiknum en Oliver kom inn á í hálfleik.

" Mjög gott að fá þessa drengi í félagið, þetta eru frábærir leikmenn, frábærir karakterar og miklir liðsmenn. Oliver á töluvert í land því hann hefur lítið spilað undanfarið en ég hef enga trú á öðru en hann verði fljótur að koma sér í gír. Höskuldur var með okkur fram að jólum, vorum með hann á láni til áramóta þannig hann tekur bara upp þar sem hann hætti áður en hann fór í landsliðsferð." Sagði Óskar um nýju leikmenn félagsins.

Nýr leikmaður Blika, Róbert Orri Þorkelsson hefur ekki enn spilað leik fyrir Blika en hann er að stíga upp úr meiðslum. " Hann er allur að koma til og ég geri ráð fyrir að hann byrji á fullu í fótbolta í næstu viku ef Guð lofar og svo tekur við nokkra vikna ferli sem hann þarf að koma sér í leikæfingu" Hafði Óskar um Róbert að segja.
Athugasemdir
banner