Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 25. janúar 2020 14:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Opnir fyrir leikmönnum sem geta bætt liðið
Brynjar Atli verið mikið orðaður við Breiðablik
Brynjar Atli verið mikið orðaður við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar með Róberti Orra
Óskar með Róberti Orra
Mynd: Breiðablik
Óskar Hrafn var léttur eftir 4-1 sigur gegn FH í seinasta leik þeirra í A-deild í Fotbolta.net mótinu, og enduðu þeir með fullt hús stiga. Leikurinn var skemmtilegur og voru þeir grænklæddu með mikla yfirburði heilt yfir. Mörk Blika skoruðu Benedikt Waren, Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen skoraði svo tvö mörk í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili.

" Ég er sáttur en vissulega sækir maður kannski ekki allt í úrslitin en spilamennskan hefur verið mjög góð, hún hefur verið vaxandi og allir leikirnir hafa verið að bjóða upp á mismunandi áskorarnir fyrir liðið og þeir hafa staðist þær" Sagði Óskar eftir leik.

Óskar var spurður út í Brynjar Atla Bragason markmann Njarðvíkur um hvort hann væri á leið til félagsins sem og hvort það væru fleiri leikmenn á leiðinni.

"Það er ekkert tilbúið, það er ekkert frágengið fyrr en það er frágengið en ég held það sé ekkert leyndarmál að við höfum haft áhuga að fá hann og vonandi gengur það. Leikmannahópurinn má hins vegar ekki vera í kyrrstöðu, maður þarf alltaf að hafa hugan að því hvernig við getum bætt okkur. Það er hægt að vera betri á tvo vegu, styrkt liðið með frábærum leikmönnum eða á æfingasvæðinu. Stutta svarið er við erum opnir fyrir leikmönnum sem við teljum geta hjálpað liðinu að verða betra innan sem utan vallar." Hafði Óskar að segja um leikmannamál Blika.

Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson skrifuðu báðir nýlega undir samning við Blika og komu þeir báðir við sögu í leiknum, Höskuldur byrjaði leikinn og spilaði lunga af leiknum en Oliver kom inn á í hálfleik.

" Mjög gott að fá þessa drengi í félagið, þetta eru frábærir leikmenn, frábærir karakterar og miklir liðsmenn. Oliver á töluvert í land því hann hefur lítið spilað undanfarið en ég hef enga trú á öðru en hann verði fljótur að koma sér í gír. Höskuldur var með okkur fram að jólum, vorum með hann á láni til áramóta þannig hann tekur bara upp þar sem hann hætti áður en hann fór í landsliðsferð." Sagði Óskar um nýju leikmenn félagsins.

Nýr leikmaður Blika, Róbert Orri Þorkelsson hefur ekki enn spilað leik fyrir Blika en hann er að stíga upp úr meiðslum. " Hann er allur að koma til og ég geri ráð fyrir að hann byrji á fullu í fótbolta í næstu viku ef Guð lofar og svo tekur við nokkra vikna ferli sem hann þarf að koma sér í leikæfingu" Hafði Óskar um Róbert að segja.
Athugasemdir