Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 25. febrúar 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Icelandair
Guðrún á æfingu í dag.
Guðrún á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikilvægur leikur framundan.
Mikilvægur leikur framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning í hópnum.
Góð stemning í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er orðið svolítið langt síðan síðast. Allt er vænt sem vel er grænt. Við erum margar í hópnum sem höfum verið í Breiðabliki. Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp," sagði Guðrún Arnardóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu á Kópavogsvelli í morgun.

Hún er að snúa aftur á gamla heimavöllinn en hún spilaði með Breiðabliki frá 2012 til 2018. Á þriðjudaginn spilar Ísland mikilvægan leik á Kópavogsvelli er við spilum seinni leik okkar við Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Ísland sér í A-deildinni.

Það var stemning í hópnum þegar hann mætti til leiks á æfingu í morgun en á meðal laga sem voru spiluð var Eitt fyrir klúbbinn með Herra Hnetusmjör sem er mikið Blikalag.

„Það er verið að koma stemningu í fólk og líka kveikja aðeins í þeim sem eru ekki Blikar. Það er bara stemning," sagði Guðrún.

Það sem við ætlum að gera fyrir þriðjudaginn
Fyrri leikurinn gegn Serbíu ytra endaði með 1-1 jafntefli en íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik þar.

„Þær komu eins og við bjuggumst við, en það eru okkar ákvarðanartökur og okkar leikur sem við þurfum að fínpússa. Það var aðeins of langt á milli lína hjá okkur stundum og við töpuðum boltanum fljótt þegar við unnum hann. Við hefðum getað byggt upp lengri sóknir. Það góða er að þetta eru hlutir sem við getum stjórnað og við getum breytt. Það er það sem við ætlum að gera fyrir þriðjudaginn."

Er hún að búast við öðruvísi leik á þriðjudaginn?

„Já. Bæði lið vilja koma inn í seinni leikinn í góðri stöðu. Seinni leikurinn snýst um að vinna. Það verður kannski 'safe' í byrjun en svo um leið og við skorum vonandi þá verða þær kannski agressívari og þá getur það haft áhrif á leikmyndina. Það er allt undir á þriðjudaginn og ég held að það muni sýna sig í leiknum."

„Við þurfum að vinna, það er einfalt. Við þurfum að leggja inn vinnuna og fínpússa hlutina frá því síðast til að gera það. Við erum meira en tilbúnar í það."

Lítil atriði sem maður verður að venjast
Guðrún hefur verið að leysa stöðu hægri bakvarðar í nokkur skipti að undanförnu, meðal annars í síðasta leik. Hún er að upplagi miðvörður og er að venjast nýrri stöðu.

„Það er bara fínt. Ég myndi alltaf velja hafsentinn frekar en ef ég fæ að vera inn á vellinum, þá er ég sátt. Ég geri það vel eins og ég get. Ég er hafsent í mér en mér finnst það alveg gaman. Það eru lítil atriði sem maður verður að venjast og eru aðeins öðruvísi. Ég spila enn minn leik þó ég sé í annarri stöðu og reyni að gera það eins vel og ég get."

Guðrún segist mjög vongóð á góðum úrslit á þriðjudaginn. „Ég er líka bara ógeðslega peppuð. Við vorum ekkert góðar á föstudaginn og ég er spennt að koma hingað og sýna okkar rétta andlit."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem var spilað þegar hópurinn gekk inn á Kópavogsvöll í morgun.


Athugasemdir
banner
banner