Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   sun 25. febrúar 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Icelandair
Guðrún á æfingu í dag.
Guðrún á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikilvægur leikur framundan.
Mikilvægur leikur framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning í hópnum.
Góð stemning í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er orðið svolítið langt síðan síðast. Allt er vænt sem vel er grænt. Við erum margar í hópnum sem höfum verið í Breiðabliki. Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp," sagði Guðrún Arnardóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu á Kópavogsvelli í morgun.

Hún er að snúa aftur á gamla heimavöllinn en hún spilaði með Breiðabliki frá 2012 til 2018. Á þriðjudaginn spilar Ísland mikilvægan leik á Kópavogsvelli er við spilum seinni leik okkar við Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Ísland sér í A-deildinni.

Það var stemning í hópnum þegar hann mætti til leiks á æfingu í morgun en á meðal laga sem voru spiluð var Eitt fyrir klúbbinn með Herra Hnetusmjör sem er mikið Blikalag.

„Það er verið að koma stemningu í fólk og líka kveikja aðeins í þeim sem eru ekki Blikar. Það er bara stemning," sagði Guðrún.

Það sem við ætlum að gera fyrir þriðjudaginn
Fyrri leikurinn gegn Serbíu ytra endaði með 1-1 jafntefli en íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik þar.

„Þær komu eins og við bjuggumst við, en það eru okkar ákvarðanartökur og okkar leikur sem við þurfum að fínpússa. Það var aðeins of langt á milli lína hjá okkur stundum og við töpuðum boltanum fljótt þegar við unnum hann. Við hefðum getað byggt upp lengri sóknir. Það góða er að þetta eru hlutir sem við getum stjórnað og við getum breytt. Það er það sem við ætlum að gera fyrir þriðjudaginn."

Er hún að búast við öðruvísi leik á þriðjudaginn?

„Já. Bæði lið vilja koma inn í seinni leikinn í góðri stöðu. Seinni leikurinn snýst um að vinna. Það verður kannski 'safe' í byrjun en svo um leið og við skorum vonandi þá verða þær kannski agressívari og þá getur það haft áhrif á leikmyndina. Það er allt undir á þriðjudaginn og ég held að það muni sýna sig í leiknum."

„Við þurfum að vinna, það er einfalt. Við þurfum að leggja inn vinnuna og fínpússa hlutina frá því síðast til að gera það. Við erum meira en tilbúnar í það."

Lítil atriði sem maður verður að venjast
Guðrún hefur verið að leysa stöðu hægri bakvarðar í nokkur skipti að undanförnu, meðal annars í síðasta leik. Hún er að upplagi miðvörður og er að venjast nýrri stöðu.

„Það er bara fínt. Ég myndi alltaf velja hafsentinn frekar en ef ég fæ að vera inn á vellinum, þá er ég sátt. Ég geri það vel eins og ég get. Ég er hafsent í mér en mér finnst það alveg gaman. Það eru lítil atriði sem maður verður að venjast og eru aðeins öðruvísi. Ég spila enn minn leik þó ég sé í annarri stöðu og reyni að gera það eins vel og ég get."

Guðrún segist mjög vongóð á góðum úrslit á þriðjudaginn. „Ég er líka bara ógeðslega peppuð. Við vorum ekkert góðar á föstudaginn og ég er spennt að koma hingað og sýna okkar rétta andlit."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið sem var spilað þegar hópurinn gekk inn á Kópavogsvöll í morgun.


Athugasemdir
banner