Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mán 25. apríl 2022 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Óskar: Þeir hentu ísskápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara sáttur með frammistöðu leikmanna. og hjartað sem þeir settu í leikinn.“
Voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks í samtali við fréttaritara eftir 1-0 sigur þeirra á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

KR var heilt yfir sterkara liðið í fyrri hálfleik og setti talsverða pressu á gestina úr Kópavogi án þess þó að uppskera margt. Blikaliðið kom ákveðnara út í seinni hálfleikinn og uppskar mark tiltölulega snemma í hálfleiknum sem skildi á milli að lokum. En voru miklar áherslubreytingar á leik liðsins í hálfleik?

„Nei við skerptum aðeins á hlutum sem við töluðum um fyrir leik og það var sem bara meter hér og meter þar, aðeins betri ákvarðanataka með boltann og stíga aðeins ofar á þá. En síðan föllum við aðeins til baka en myndast svo sem aldrei hætta. Bara ánægður með liðið. KR liðið er gott og með öfluga leikmenn og þeir hentu ískápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur en við stóðumst það.“

Blikar mættu ákveðnir til leiks og spiluðu fast framan af. Uppskáru þeir fyrir vikið nokkur gul spjöld. Var það plan að mæta KR af slíkri hörku?

„Við auðvitað bara reynum að berjast en það er aldrei meiningin að fá gul spjöld eða sparka í menn. En auðvitað er það þannig að þú þarft að mæta KR. Þetta er öflugt lið og líkamlega sterkt með reynslumikla menn og við vorum kannski á köflum í fyrri hálfleik skrefinu á eftir.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner