Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   fim 25. maí 2023 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Gunnlaugs: Ekkert grín fyrir þreytta varnarmenn að fá þessa inn á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er gríðarlega ánægður, þetta er erfiður útivöllur og að vinna hérna 4-0, þetta var sannfærandi sigur," sagði Arnar Gunnlaugsson eftir öruggan sigur Víkings gegn KA á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 Víkingur R.

„KA kom framarlega á völlinn í seinni hálfleik og voru að reyna ná þessu margblessaða þriðja marki, breyta stöðunni í 2-1 og gera leik úr þessu. Við það opnuðust mikið af svæðum og við settum óþreytta menn inn á sem er erfitt að eiga við."

Birnir Snær Ingason og Matthías Vilhjálmsson komu að þremur af fjórum mörkum liðsins. Þeim var skipt af velli ásamt Nikolaj Hansen og Erlingi Agnarssyni, það komu ekki verri menn inn á í staðin.

„Við fáum Danna (Danijel Djuric), Nóra (Arnór Borg), Helga (Guðjóns) og Ara (Sigurpáls) inn, það er ekkert grín fyrir þreytta varnarmenn að fá þessa inn á. Þeir komu líka inn á með hungur og gott hugarfar sem ég vil fá. Þeir voru að sanna sig, vilja fá fleiri mínútur og eru pirraðir. Þeir voru ekki að koma inn á og vera í fýlu og með einhverja kóngastæla, þeir spiluðu fyrir liðið og kerfið og uppskáru mörk og stoðsendingar," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner