Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   fim 25. maí 2023 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Gunnlaugs: Ekkert grín fyrir þreytta varnarmenn að fá þessa inn á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er gríðarlega ánægður, þetta er erfiður útivöllur og að vinna hérna 4-0, þetta var sannfærandi sigur," sagði Arnar Gunnlaugsson eftir öruggan sigur Víkings gegn KA á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 Víkingur R.

„KA kom framarlega á völlinn í seinni hálfleik og voru að reyna ná þessu margblessaða þriðja marki, breyta stöðunni í 2-1 og gera leik úr þessu. Við það opnuðust mikið af svæðum og við settum óþreytta menn inn á sem er erfitt að eiga við."

Birnir Snær Ingason og Matthías Vilhjálmsson komu að þremur af fjórum mörkum liðsins. Þeim var skipt af velli ásamt Nikolaj Hansen og Erlingi Agnarssyni, það komu ekki verri menn inn á í staðin.

„Við fáum Danna (Danijel Djuric), Nóra (Arnór Borg), Helga (Guðjóns) og Ara (Sigurpáls) inn, það er ekkert grín fyrir þreytta varnarmenn að fá þessa inn á. Þeir komu líka inn á með hungur og gott hugarfar sem ég vil fá. Þeir voru að sanna sig, vilja fá fleiri mínútur og eru pirraðir. Þeir voru ekki að koma inn á og vera í fýlu og með einhverja kóngastæla, þeir spiluðu fyrir liðið og kerfið og uppskáru mörk og stoðsendingar," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner
banner