„Ég er gríðarlega ánægður, þetta er erfiður útivöllur og að vinna hérna 4-0, þetta var sannfærandi sigur," sagði Arnar Gunnlaugsson eftir öruggan sigur Víkings gegn KA á Akureyri í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 Víkingur R.
„KA kom framarlega á völlinn í seinni hálfleik og voru að reyna ná þessu margblessaða þriðja marki, breyta stöðunni í 2-1 og gera leik úr þessu. Við það opnuðust mikið af svæðum og við settum óþreytta menn inn á sem er erfitt að eiga við."
Birnir Snær Ingason og Matthías Vilhjálmsson komu að þremur af fjórum mörkum liðsins. Þeim var skipt af velli ásamt Nikolaj Hansen og Erlingi Agnarssyni, það komu ekki verri menn inn á í staðin.
„Við fáum Danna (Danijel Djuric), Nóra (Arnór Borg), Helga (Guðjóns) og Ara (Sigurpáls) inn, það er ekkert grín fyrir þreytta varnarmenn að fá þessa inn á. Þeir komu líka inn á með hungur og gott hugarfar sem ég vil fá. Þeir voru að sanna sig, vilja fá fleiri mínútur og eru pirraðir. Þeir voru ekki að koma inn á og vera í fýlu og með einhverja kóngastæla, þeir spiluðu fyrir liðið og kerfið og uppskáru mörk og stoðsendingar," sagði Arnar.