Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 25. ágúst 2019 16:16
Helga Katrín Jónsdóttir
Agla María: Þetta var mikill baráttuleikur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Agla María sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks var ánægð að leikslokum:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Jú þetta var bara fínn leikur. Það var mjög vont veður svo þetta var alvöru baráttuleikur en ég er bara ánægð með að hafa unnið þetta."

"Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að komast mikið upp vængsvæðið og fengum fullt af færum svo þetta hefði getað farið stærra."

Það var afar leiðinlegt veður á leiknum í dag. Hafði það mikil áhrif á spilamennsku liðsins?

"Já kannski bara í seinni hálfleik sérstaklega þegar við spiluðum á móti vindi. Boltinn var mikið að fjúka þegar það komu langir boltar en þetta var allt í lagi."

Næsti leikur liðsins í deildinni fer fram 6. september gegn HK/Víkingi. Fyrri leikur liðanna var ansi spennandi þar sem Agla skoraði sigurmark Blika á 94 mínútu.

"Já það er ekki séns að við ætlum að endurtaka það. Við ætlum bara að vinna þann leik almennilega."

Nú er komið landsleikjahlé hjá stelpunum þar sem Ísland spilar leiki við Ungverjaland og Slóvakíu. Agla er að sjálfsögðu í hópnum og er spennt fyrir komandi verkefni.

"Jú, landsliðið kemur saman á morgun og það verður bara skemmtilegt eins og alltaf."

Viðtalið við Öglu má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner