Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   sun 25. ágúst 2019 16:16
Helga Katrín Jónsdóttir
Agla María: Þetta var mikill baráttuleikur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Agla María sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks var ánægð að leikslokum:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Jú þetta var bara fínn leikur. Það var mjög vont veður svo þetta var alvöru baráttuleikur en ég er bara ánægð með að hafa unnið þetta."

"Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að komast mikið upp vængsvæðið og fengum fullt af færum svo þetta hefði getað farið stærra."

Það var afar leiðinlegt veður á leiknum í dag. Hafði það mikil áhrif á spilamennsku liðsins?

"Já kannski bara í seinni hálfleik sérstaklega þegar við spiluðum á móti vindi. Boltinn var mikið að fjúka þegar það komu langir boltar en þetta var allt í lagi."

Næsti leikur liðsins í deildinni fer fram 6. september gegn HK/Víkingi. Fyrri leikur liðanna var ansi spennandi þar sem Agla skoraði sigurmark Blika á 94 mínútu.

"Já það er ekki séns að við ætlum að endurtaka það. Við ætlum bara að vinna þann leik almennilega."

Nú er komið landsleikjahlé hjá stelpunum þar sem Ísland spilar leiki við Ungverjaland og Slóvakíu. Agla er að sjálfsögðu í hópnum og er spennt fyrir komandi verkefni.

"Jú, landsliðið kemur saman á morgun og það verður bara skemmtilegt eins og alltaf."

Viðtalið við Öglu má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner