Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 25. ágúst 2019 16:16
Helga Katrín Jónsdóttir
Agla María: Þetta var mikill baráttuleikur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Agla María sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks var ánægð að leikslokum:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Jú þetta var bara fínn leikur. Það var mjög vont veður svo þetta var alvöru baráttuleikur en ég er bara ánægð með að hafa unnið þetta."

"Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að komast mikið upp vængsvæðið og fengum fullt af færum svo þetta hefði getað farið stærra."

Það var afar leiðinlegt veður á leiknum í dag. Hafði það mikil áhrif á spilamennsku liðsins?

"Já kannski bara í seinni hálfleik sérstaklega þegar við spiluðum á móti vindi. Boltinn var mikið að fjúka þegar það komu langir boltar en þetta var allt í lagi."

Næsti leikur liðsins í deildinni fer fram 6. september gegn HK/Víkingi. Fyrri leikur liðanna var ansi spennandi þar sem Agla skoraði sigurmark Blika á 94 mínútu.

"Já það er ekki séns að við ætlum að endurtaka það. Við ætlum bara að vinna þann leik almennilega."

Nú er komið landsleikjahlé hjá stelpunum þar sem Ísland spilar leiki við Ungverjaland og Slóvakíu. Agla er að sjálfsögðu í hópnum og er spennt fyrir komandi verkefni.

"Jú, landsliðið kemur saman á morgun og það verður bara skemmtilegt eins og alltaf."

Viðtalið við Öglu má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner