fim 25. ágúst 2022 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Bara ef hann brosir
Arnar Sigþórsson (ÍH)
Mynd: FH
Arnar Sigþórsson úr ÍH er Jako Sport leikmaður 18. umferðar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði tvö mörk í 5-2 sigri ÍH gegn KH í umferðinni.

Þetta er í þriðja sinn í sumar sem Arnar er valinn leikmaður umferðarinnar. Hann er uppalinn FH-ingur sem hefur skorað ellefu mörk í sumar.

Gylfi Tryggvason var fyrst ekki sammála valinu á leikmanni umferðarinnar. Gylfi nefndi þá Atla Frey Ottesen og Halldór Pál Geirsson sem mögulega kosti.

„Arnar skoraði tvö, lagði upp eitt og bjó til einhver átta færi," sagði Sverrir Mar í þættinum en hann er leikmaður ÍH og stýrir þættinum.

„Ég fékk að velja Benna Daríus í annarri hverri umferð í fyrra, nú er komið að þér að vera 'umboðsmaður'," sagði Gylfi þegar Sverrir stóð fastur á sínu. „Enda mun Arnar Sigþórsson örugglega fara í Grindavík á næsta ári eða eitthvað," bætti Gylfi við.

„Pottþétt, en bara ef hann brosir. Bara ef hann er glaður, það var gott að fá 'þann glaða' í þennan mikilvæga leik," sagði Sverrir.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum

Nítjánda umferð:
laugardagur 27. ágúst
14:00 KH-Kári (Valsvöllur)
14:00 KFG-KFS (Samsungvöllurinn)
14:00 Dalvík/Reynir-Víðir (Dalvíkurvöllur)
14:00 Augnablik-Sindri (Fagrilundur - gervigras)

sunnudagur 28. ágúst
14:00 Vængir Júpiters-ÍH (Fjölnisvöllur - Gervigras)

miðvikudagur 7. september
18:00 Elliði-Kormákur/Hvöt (Fylkisvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
11. umferð - Ásgeir Elíasson (KFS)
12. umferð - Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)
13. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
14. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
15. umferð - Kári Pétursson (KFG)
16. umferð - Þórhallur Ísak Guðmundsson (ÍH)
17. umferð - Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Ástríðan - 17. og 18. umferð í 3. deild - Nú byrjar ballið og megi besta liðið vinna
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner