Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 25. september 2023 12:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
,,Þannig förum við inn í leikinn á móti Þýskalandi"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu fyrr í dag.
Frá æfingu fyrr í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við tókum fína æfingu í gær og höfum verið að funda mikið, að fara yfir hlutina eftir leikinn gegn Wales og fyrir leikinn gegn Þýskalandi," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í Düsseldorf í dag.

„Það fer vel um okkur."

Annað kvöld spilar Ísland sinn annan leik í Þjóðadeildinni er þær mæta ógnarsterku liði Þýskalands. Stelpurnar byrjuðu Þjóðadeildina á 1-0 sigri gegn Wales og stefna á að bæta við stigum á töfluna á morgun.

„Það var margt í leiknum gegn Wales sem við getum tekið áfram með okkur inn í þessa keppni. Varnarleikurinn var sterkur. Ég er gríðarlega ánægð að hafa byrjað þetta og vonandi gefur þetta okkur sjálfstraust inn í þessa keppni."

Varnarleikurinn var sterkur en liðið getur haldið betur í boltann. Glódís er sammála því en segir líka: „Að sama skapi má ekki gleyma því að þegar Ísland hefur náð árangri, þá snýst það ekki um að vera góðar með boltann. Það snýst frekar um að spila sterkan varnarleik; íslenska geðveikin. Það er sama hvaða landslið það er, hvort það sé við eða karlarnir, þá einkennir það okkur. Við verðum að passa okkur á því að missa ekki marks á því að það er það sem gerir okkur Ísland. Þannig förum við inn í leikinn á móti Þýskalandi."

Það gekk gríðarlega vel í 4-4-2 varnarleiknum
Glódís er fyrirliði liðsins og leiðtoginn á vellinum, sérstaklega varnarlega. Það vakti athygli eftir leikinn gegn Wales að hún talaði um smá misskilning í skipulagi í viðtali við RÚV, sem hafði þó engin áhrif á leikinn. „Við áttum ekki að verjast í 4-4-2, það var einhver misskilningur," sagði Glódís hlæjandi að leikslokum. „Ég hélt það í fyrri hálfleik en það var ekki þannig. Ég tek það á mig," sagði Glódís.

Stelpurnar áttu að verjast í 4-2-3-1 eða 4-3-3 gegn Wales og reyndu að sækja í útgáfu af 3-5-2. Glódís var spurð frekar út í þessi ummæli í viðtali áðan.

„Það gekk gríðarlega vel í 4-4-2 í varnarleiknum. Það skipti kannski ekki höfuðmáli hvort að annar framherjinn væri alltaf að spila aðeins neðar eða ekki. Við höfum svolítið verið að mixa kerfunum, hvort við séum að spila hápressu eða lágpressu eða með boltann. Það er því kannski ekki óeðlilegt að inn á milli séu ekki allir í réttum stöðum alltaf. Við verðum að geta leyst það inn á vellinum og mér fannst við gera það á móti Wales," segir Glódís.

„Í fótbolta er hægt að tala um kerfi og alls konar. Á endanum snýst þetta mest um að gera þetta sem lið og leysa það sem kemur upp inn á vellinum. Það er ekki hægt að teikna upp allt sem gerist og maður þarf að bregðast við því."

Varnarleikurinn gegn Wales var frábær og liðið fékk ekki á sig mörg færi í leiknum.

„Mér fannst við ná að leysa varnarleikinn vel og það verður algjör lykill á móti Þýskalandi líka. Þar erum við að mæta liði sem er enn betra með boltann og með betri einstaklinga. Við þurfum að vera klár í það og við þurfum að klára einvígin," segir Glódís.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir meðal annars um leikinn fræga gegn Þýskalandi árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner