Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 25. september 2023 12:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
,,Þannig förum við inn í leikinn á móti Þýskalandi"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu fyrr í dag.
Frá æfingu fyrr í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við tókum fína æfingu í gær og höfum verið að funda mikið, að fara yfir hlutina eftir leikinn gegn Wales og fyrir leikinn gegn Þýskalandi," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í Düsseldorf í dag.

„Það fer vel um okkur."

Annað kvöld spilar Ísland sinn annan leik í Þjóðadeildinni er þær mæta ógnarsterku liði Þýskalands. Stelpurnar byrjuðu Þjóðadeildina á 1-0 sigri gegn Wales og stefna á að bæta við stigum á töfluna á morgun.

„Það var margt í leiknum gegn Wales sem við getum tekið áfram með okkur inn í þessa keppni. Varnarleikurinn var sterkur. Ég er gríðarlega ánægð að hafa byrjað þetta og vonandi gefur þetta okkur sjálfstraust inn í þessa keppni."

Varnarleikurinn var sterkur en liðið getur haldið betur í boltann. Glódís er sammála því en segir líka: „Að sama skapi má ekki gleyma því að þegar Ísland hefur náð árangri, þá snýst það ekki um að vera góðar með boltann. Það snýst frekar um að spila sterkan varnarleik; íslenska geðveikin. Það er sama hvaða landslið það er, hvort það sé við eða karlarnir, þá einkennir það okkur. Við verðum að passa okkur á því að missa ekki marks á því að það er það sem gerir okkur Ísland. Þannig förum við inn í leikinn á móti Þýskalandi."

Það gekk gríðarlega vel í 4-4-2 varnarleiknum
Glódís er fyrirliði liðsins og leiðtoginn á vellinum, sérstaklega varnarlega. Það vakti athygli eftir leikinn gegn Wales að hún talaði um smá misskilning í skipulagi í viðtali við RÚV, sem hafði þó engin áhrif á leikinn. „Við áttum ekki að verjast í 4-4-2, það var einhver misskilningur," sagði Glódís hlæjandi að leikslokum. „Ég hélt það í fyrri hálfleik en það var ekki þannig. Ég tek það á mig," sagði Glódís.

Stelpurnar áttu að verjast í 4-2-3-1 eða 4-3-3 gegn Wales og reyndu að sækja í útgáfu af 3-5-2. Glódís var spurð frekar út í þessi ummæli í viðtali áðan.

„Það gekk gríðarlega vel í 4-4-2 í varnarleiknum. Það skipti kannski ekki höfuðmáli hvort að annar framherjinn væri alltaf að spila aðeins neðar eða ekki. Við höfum svolítið verið að mixa kerfunum, hvort við séum að spila hápressu eða lágpressu eða með boltann. Það er því kannski ekki óeðlilegt að inn á milli séu ekki allir í réttum stöðum alltaf. Við verðum að geta leyst það inn á vellinum og mér fannst við gera það á móti Wales," segir Glódís.

„Í fótbolta er hægt að tala um kerfi og alls konar. Á endanum snýst þetta mest um að gera þetta sem lið og leysa það sem kemur upp inn á vellinum. Það er ekki hægt að teikna upp allt sem gerist og maður þarf að bregðast við því."

Varnarleikurinn gegn Wales var frábær og liðið fékk ekki á sig mörg færi í leiknum.

„Mér fannst við ná að leysa varnarleikinn vel og það verður algjör lykill á móti Þýskalandi líka. Þar erum við að mæta liði sem er enn betra með boltann og með betri einstaklinga. Við þurfum að vera klár í það og við þurfum að klára einvígin," segir Glódís.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir meðal annars um leikinn fræga gegn Þýskalandi árið 2017.
Athugasemdir
banner