Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 26. maí 2019 19:58
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Sveindís: Tilfinningin er alls ekki góð
Kvenaboltinn
Sveindís Jane undirbýr langt innkast
Sveindís Jane undirbýr langt innkast
Mynd: Auður Erla Guðmundsdóttir
„Tilfinningin er alls ekki góð, við börðumst eins og við gátum og áttum að vinna þennan leik, allavega sækja stig. Við lágum á þeim, sérstaklega í endann og þetta er bara mjög svekkjandi,“ sagði Sveindís framherju Keflavíkur eftir svekkjandi tap gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þór/KA

Eftir sterka byrjun fengu Keflvíkingar dæmt á sig víti sem varð til þess að Þór/KA náði tökum á leiknum.

„Þetta var ekki réttur dómur í fyrsta lagi svo við vorum svolítið svekktar eftir það. Liðið dettur stundum niður þegar við lendum undir, en við komum til baka og jöfnuðum. Við ætluðum að sækja á þær og vinna, en það gekk ekki upp í þetta skipti.“

Lið Keflavíkur barðist allan seinni hálfleikinn og settu pressu á Þór/KA liðið.

„Við ætluðum að setja pressu á þær, eins og til dæmis í markspyrnum ef þær gáfu stuttan bolta, og gerðum það ágætlega. Stundum leyfðum við þeim að koma upp með boltann og þetta gekk ágætlega upp.“

Löngu innköstin hennar Sveindísar hafa vakið verðskuldaða athygli og kom eina mark Keflavíkur í kjölfar slíks. Aðspurð segist Sveindís ekki æfa innköstin sérstaklega, heldur sé þetta meðfæddur hæfileiki.

Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner