Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
   fös 26. maí 2023 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
„Búnir að taka út bann og þá er málið dautt"
Lengjudeildin
watermark Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Selfoss vann sigur í Þorlákshöfn í kvöld.
Selfoss vann sigur í Þorlákshöfn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki auðvelt. Þetta voru svakalegar aðstæður að spila í. Þetta snýst um að gera það sem þarf til að vinna leikinn," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir 1-3 sigur í nágrannaslag gegn Ægi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1999 þar sem Selfoss kemur í heimsókn í Þorlákshöfn og spilar þar. „Þetta er fínasti völlur en þetta hefði verið mun skemmtilegri leikur ef það hefði ekki verið svona mikill vindur. Við gerðum nóg."

Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og það var erfitt að spila fótbolta í Þorlákshöfn í kvöld.

„Ég er ekki viss um að unga kynslóðin sé vön því að spila í vindi því það eru svo mörg fótboltahús á Íslandi núna. Þegar það er smá vindur þá færa sig allir inn í hús. Þetta sýnir að það er mikilvægt að vera úti líka og venjast því."

„Við sendum boltann betur í seinni hálfleik og okkur tókst að búa til færi," sagði Deano en hann var á því að Selfyssingar hefðu aðlagað sinn leikstíl að aðstæðunum betur í seinni hálfleik.

Við verðum að halda áfram með lífið
Í vikunni var rætt mikið um síðasta leik hjá Selfoss en þar fengu tveir leikmenn liðsins að líta rauða spjaldið í 1-2 tapi gegn Fjölni. Þorlákur Breki Þ. Baxter fékk tvö mjög klaufaleg gul spjöld eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og fékk Gonzalo Zamorano að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að hrækja á andstæðing, Dag Inga Axelsson; alls ekki fallegt það.

Báðir tóku þeir út leikbann í kvöld, en þeir fengu einn leik í bann. Þjálfari Selfyssinga var spurður út í það hvort hann hefði rætt við leikmenn sína eftir leikinn um að svona væri ekki boðlegt, þá kannski sérstaklega ekki að hrækja á andstæðing.

„Við getum ekki breytt því sem gerðist. Þeir eru búnir að fá bann, búnir að taka út bann og þá er málið dautt. Við getum ekki grenjað yfir þessu alla daga. Við verðum að halda áfram með lífið. Þetta voru mistök en við stöndum með okkar mönnum. Áfram með lífið og áfram Selfoss."

Selfoss er með sex stig eftir fjóra leiki og er um miðja deild. Dean segir mikilvægt að taka einn leik í einu en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner