Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
banner
   sun 26. maí 2024 20:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sérstakt að mæta vinum mínum í ÍBV. Mjög skrýtinn leikur og ég held að aðstæður hafi sett strik í reikninginn að þetta varð ekki fallegur fótbolti.“ Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson Eyjamaður og þjálfari Njarðvíkur eftir um leikinn eftir 0-0 jafntefli Njarðvíkur og ÍBV í Njarðvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 ÍBV

Njarðvík getur öðrum fremur þakkað Aroni Snæ Friðrikssyni markverði sínum stigið í dag en Aron varði oft á tíðum glæsilega í leiknum og úr sannkölluðum dauðafærum.

„Aron er frábær markmaður og við þessum það enda lögðum við mikið kapp á að fá hann hingað og selja honum þetta verkefni. Hann hefur komið gríðarlega vel inn í þetta og er orðinn mjög mikilvægur leikmaður í liðinu innan sem utan vallar.“

Næst á dagskrá hjá liði Njarðvíkur er heimaleikur gegn Þór í Njarðvík. Verkefni sem að Gunnar hlakkar til að takast á við.

„Ég er mjög spenntur fyrir því verkefni. Við vitum alveg hvað við getum, við vitum að á deginum okkar er leikstíll okkar mjög flottur og það er erfitt að mæta okkur. ÍBV fann það líka í dag að þeir þurftu að hlaupa mikið á eftir okkur og reyna að ná af okkur boltanum.“

Sagði Gunnar Heiðar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars góða byrjun Njarðvíkur á mótinu og gleði sína þegar hann komst að því að Njarðvík leikur í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á Þjóðhátíð í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner