Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   sun 26. maí 2024 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði fyrir Stjörnunni 5-0 í Garðarbænum


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Við bara vorum ekki nógu góðir og Stjarnan voru virkilega flottir. Unnu bara sanngjarnt góðan sigur."

Frammistaða KA liðsins var alls ekki góð í dag eins og úrslitin segja mögulega til um.

„Mér fannst byrjunin ekki eins og við ætluðum okkur, við ætluðum okkur út og vera rosalega aggressívir, fastir fyrir. Þeir eru léttleikandi og skemmtilegt lið en þegar maður nær að vinna boltan af þeim er mikið pláss. En því miður þá byrjum við leikinn rosalega passívir. 1-0 efitr 3 mínútur og 2-0 eftir 11 mínútur. Það er náttúrulega bara erfitt. Svo fannst mér við vinna okkur aðeins inn í leikinn og við vorum farnir að skapa aðeins í lok fyrri hálfleiks. Fórum inn með 2-0 stöðu og ræddum aðeins hvað við ætluðum að gera, en það eiginlega fauk út um gluggan þegar þeir skora aftur eftir 2 mínútur. Þannig mér fannst við bara ekki gefa okkur sénsinn á því að vinna þennan leik. Mér fannst Stjarnan spila þetta vel, og þegar við vinnum boltan þá náum við því miður ekki að spila okkur út úr fyrstu pressuni. Það er atriði sem við vissum að myndi gerast að þeir myndu fara beint í pressu og við bara vorum ekki nógu góðir í því. Því fór sem fór og eins og ég segi bara sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni."

KA hefur núna fengið á sig 20 mörk eftir 8 leiki í deildinni sem er mest af öllum í deildinni.

„Það er hárrétt hjá þér, það er ekki nógu gott. Við fengum inn strák fyrir sumarið sem er búinn að vera frábær, svo var hann líka bara frábær í dag, hann Hans. En við bara sem lið erum ekki að verjast nógu vel. Við vitum af þessu, við erum búnir að spjalla um þetta og erum að vinna í okkar málum. Þú breytir ekkert bara hlutum á einni viku eða tveim, við þurfum að vinna í þessum málum. Það er hárrétt hjá þér að við erum að fá allt of mörg mörk á okkur. Í dag að mín mati er það vegna þess að við erum allt of passívir."

Ívar Örn Árnason var í leikbanni í dag, í hans stað spilaði Birgir Baldvinsson í hafsenta stöðunni. Birgir er að upplagi bakvörður, en KA menn hafa í raun bara 3 hafsenta í hópnum og sá þriðji eftir fyrstu tveimur sem byrja alla leiki er Hákon Atli Aðalsteinsson sem er ungur leikmaður sem hefur ekki spilað mikið.

„Biggi hefur spilað þriggja hafsenta kerfi áður og það er bara þannig að við erum komnir með 3 hafsenta. Einn meira en við ætluðum okkur þegar við vorum að byrja mótið. Þannig ef menn eru í banni eða meiddir þá náttúrulega reynir aðeins á hópinn. Ég bara er ekki kominn svo langt að spá í því (hvort það þurfi að sækja hafsent á markaðnum) Biggi kom bara inn og hann gaf allt í þetta. Þannig já ég hef bara ekkert meira um það að segja."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner