Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Arnór Ingvi: Getum ekki komið tveimur dögum seinna og látið rústa okkur
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
   sun 26. maí 2024 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði fyrir Stjörnunni 5-0 í Garðarbænum


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Við bara vorum ekki nógu góðir og Stjarnan voru virkilega flottir. Unnu bara sanngjarnt góðan sigur."

Frammistaða KA liðsins var alls ekki góð í dag eins og úrslitin segja mögulega til um.

„Mér fannst byrjunin ekki eins og við ætluðum okkur, við ætluðum okkur út og vera rosalega aggressívir, fastir fyrir. Þeir eru léttleikandi og skemmtilegt lið en þegar maður nær að vinna boltan af þeim er mikið pláss. En því miður þá byrjum við leikinn rosalega passívir. 1-0 efitr 3 mínútur og 2-0 eftir 11 mínútur. Það er náttúrulega bara erfitt. Svo fannst mér við vinna okkur aðeins inn í leikinn og við vorum farnir að skapa aðeins í lok fyrri hálfleiks. Fórum inn með 2-0 stöðu og ræddum aðeins hvað við ætluðum að gera, en það eiginlega fauk út um gluggan þegar þeir skora aftur eftir 2 mínútur. Þannig mér fannst við bara ekki gefa okkur sénsinn á því að vinna þennan leik. Mér fannst Stjarnan spila þetta vel, og þegar við vinnum boltan þá náum við því miður ekki að spila okkur út úr fyrstu pressuni. Það er atriði sem við vissum að myndi gerast að þeir myndu fara beint í pressu og við bara vorum ekki nógu góðir í því. Því fór sem fór og eins og ég segi bara sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni."

KA hefur núna fengið á sig 20 mörk eftir 8 leiki í deildinni sem er mest af öllum í deildinni.

„Það er hárrétt hjá þér, það er ekki nógu gott. Við fengum inn strák fyrir sumarið sem er búinn að vera frábær, svo var hann líka bara frábær í dag, hann Hans. En við bara sem lið erum ekki að verjast nógu vel. Við vitum af þessu, við erum búnir að spjalla um þetta og erum að vinna í okkar málum. Þú breytir ekkert bara hlutum á einni viku eða tveim, við þurfum að vinna í þessum málum. Það er hárrétt hjá þér að við erum að fá allt of mörg mörk á okkur. Í dag að mín mati er það vegna þess að við erum allt of passívir."

Ívar Örn Árnason var í leikbanni í dag, í hans stað spilaði Birgir Baldvinsson í hafsenta stöðunni. Birgir er að upplagi bakvörður, en KA menn hafa í raun bara 3 hafsenta í hópnum og sá þriðji eftir fyrstu tveimur sem byrja alla leiki er Hákon Atli Aðalsteinsson sem er ungur leikmaður sem hefur ekki spilað mikið.

„Biggi hefur spilað þriggja hafsenta kerfi áður og það er bara þannig að við erum komnir með 3 hafsenta. Einn meira en við ætluðum okkur þegar við vorum að byrja mótið. Þannig ef menn eru í banni eða meiddir þá náttúrulega reynir aðeins á hópinn. Ég bara er ekki kominn svo langt að spá í því (hvort það þurfi að sækja hafsent á markaðnum) Biggi kom bara inn og hann gaf allt í þetta. Þannig já ég hef bara ekkert meira um það að segja."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner