Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um að það
Orri Steinn: Þurfum einfaldlega að gera betur allir sem einn
Aron Einar: Skil strákanna eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   mið 26. júní 2024 21:33
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Lengjudeildin
Stemmingsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Stemmingsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sannkallaður grannaslagur á HS Orkuvellinum í Reykjanesbæ í kvöld þegar lið Njarðvíkur heimsótti heimamenn í Keflavík. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Keflavík sem hafði tögl og haldir í fyrri hálfleik og fór inn í hálfleikinn með eins marks forystu gaf eftir í þeim síðari sem gestirnir úr Njarðvík nýttu sér til þess að jafna. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og lokatölur því 1-1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Njarðvík

„Við vorum mjög ólíkir okkur sjálfum hér í fyrri hálfleik. Héldum ekki skipulagi, vorum litlir í okkur og ég veit ekki hvað það var. Þeir skoruðu verðskuldað mark og það var bara eins og við værum að bíða eftir því að fá mark í andltið. Þetta er sennilega versti hálfleikur sem ég hef séð okkur spila núna í sumar.“
Sagði Gunnar Heiðar um fyrri hálfleik Njarðvíkur. Hann var þó öllu sáttari með þann síðari.

„Við fórum aðeins yfir þetta í hálfleik og þá hluti sem við þurftum að gera betur til þess að spila okkar leik, þegar við gerum það þá erum við helvíti góðir. Það var bara algjör einstefna hérna í seinni hálfleik og það hefði verið næs að fá eitt mark í viðbót en við náum þó allavega einu og töpuðum ekki. Við tökum þetta stig og verðum að virða það.“

Njarðvíkurliðinu vantaði sterka pósta í lið sitt í kvöld. Dominik Radic og Kaj Leó í Bartalstovu tóku út leikbann og þá var Kenneth Hogg á meiðslalistanum og ekki með. Stórt högg aö missa þá þrjá út í leik sem þessum,

„Þetta er gríðarlega mikil reynsla sem fer úr liðinu þetta eru svona okkar reynslumestu leikmenn Við missum þá út fyrir svona stóran leik þegar þú vilt sem þjálfari alltaf spila á þínu reynslumesta liði. Við fáum einn sautján ára inn á kantinn og annan nítján ára á hinn kantinn þannig að þetta er aðeins öðruvísi. En þeir fengu bara frábæra eldskírn í stóru leikina og við höldum bara áfram að vinna í því sem við erum að gera með þeim.“

Vel var mætt á HS Orkuvöllinn í kvöld í blíðskaparveðri og mikil stemming var í stúkunni. Gunnar var glaður að sjá svona marga í grænu þar.

„Þetta var bara frábært, virkilega gaman að sjá hvað það voru margir mættir hérna. Góð stemming og allir að styðja sín lið. Virkilega gaman fyrir mig persónulega að sjá hvað það voru margir Njarðvíkingar komnir og það heyrðist gríðarlega vel í þeim og þeir voru svo mikið að ýta á liðið og hjálpa þeim í þessari baráttu í lokin.“

Það má segja að Njarðvíkingar hafi að einhverju leyti dottið í lukkupottinn þegar umferðunum í Lengjudeildinni var raðað niður fyrir mót. Bæði fær liðið leik í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á laugardegi á Þjóðhátíð og leikur svo heimaleik sinn gegn Keflavík á laugardegi á Ljósanótt bæjarhátíð Reykjanesbæjar. Gunnar Heiðar brosti breitt er þetta var borið undir hann og sagði.

„Ég er stemmingsmaður og vill vera bara í stemmingunni.“

Allt viðtalið við Gunnar Heiðar má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner