Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   sun 26. september 2021 11:20
Sverrir Örn Einarsson
Nikolaj Hansen: Þetta er bara fullkomið.
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen framherji Víkinga endaði sem markakóngur Pespsi Max deildar karla í knattpyrnu með 16 mörk þetta tímabilið. Frábær persónulegur árangur hans var þó ekki það eina enda fögnuðu Víkingar Íslandsmeistaratitlinum með 2-0 sigri á Leikni í gær þar sem Niko eins og hann er kallaður skoraði fyrsta mark leiksins. Niko var svo í gærkvöldi útnefndur leikmaður ársins í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 sport af leikmönnum og þjálfurum Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Niko í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Tilfinningin er best það er ekkert betra en að vinna. Og að enda þetta svona með Kára og Sölva að hætta þetta er bara fullkomið. En þetta snýst ekkert um að vera markahæstur þetta er liðsframmistaða yfir allt árið.“

Niko sem hefur leikið í Íslandi síðan árið 2016 hafði skorað alls 15 deildarmörk fyrir Val og Víking þegar kom að tímabilinu í ár. Hann endaði eins og áður segir með 16 mörk en hvað breyttist hjá honum fyrir þetta tímabil?

„Það var mikið. Persónuleg mál sem ég þurfti að eiga við fyrir einhverjum árum og líka hvernig við spilum bara og Arnar hefur gefið mér mikið traust. Helgi átti virkilega gott undirbúningstímabil en samt byrjaði hann með mig og liðið hefur bara spilað mjög vel. Við sköpum mikið af færum og fáum ekki of mörg mörk á okkur og höfðum gríðarlega trú á okkur.“

Leikurinn í gær var sá stærsti sem flestir leikmenn Víkinga hafa nokkurn tíma spilað og því lá beint við að spyrja hvernig taugarnar hefðu verið fyrir leik.

„Fyrsta sinn sem ég verð stressaður fyrir leik í mörg ár. Ég hef aldrei áður fundið þessa tilfinningu, óþæginda tilfinningu í líkamanum fyrir leik en í dag var það í hreinskilni bara mjög slæmt.“

Næst á dagskrá er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og freista þess að verja titilinn þar sem Víkingar unnu 2019. Þar vill Niko væntanlega verja bikarinn

„Já 100% en við verðum að leyfa okkur að njóta dagsins í dag. Fögnum í dag og á morgun og svo fókusum við á bikarinn. Það eru ekki allir sem geta tekið þetta tvöfalt.“

Sagði Niko en allt viðtalið hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner