Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 26. september 2021 11:20
Sverrir Örn Einarsson
Nikolaj Hansen: Þetta er bara fullkomið.
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen framherji Víkinga endaði sem markakóngur Pespsi Max deildar karla í knattpyrnu með 16 mörk þetta tímabilið. Frábær persónulegur árangur hans var þó ekki það eina enda fögnuðu Víkingar Íslandsmeistaratitlinum með 2-0 sigri á Leikni í gær þar sem Niko eins og hann er kallaður skoraði fyrsta mark leiksins. Niko var svo í gærkvöldi útnefndur leikmaður ársins í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 sport af leikmönnum og þjálfurum Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Niko í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Tilfinningin er best það er ekkert betra en að vinna. Og að enda þetta svona með Kára og Sölva að hætta þetta er bara fullkomið. En þetta snýst ekkert um að vera markahæstur þetta er liðsframmistaða yfir allt árið.“

Niko sem hefur leikið í Íslandi síðan árið 2016 hafði skorað alls 15 deildarmörk fyrir Val og Víking þegar kom að tímabilinu í ár. Hann endaði eins og áður segir með 16 mörk en hvað breyttist hjá honum fyrir þetta tímabil?

„Það var mikið. Persónuleg mál sem ég þurfti að eiga við fyrir einhverjum árum og líka hvernig við spilum bara og Arnar hefur gefið mér mikið traust. Helgi átti virkilega gott undirbúningstímabil en samt byrjaði hann með mig og liðið hefur bara spilað mjög vel. Við sköpum mikið af færum og fáum ekki of mörg mörk á okkur og höfðum gríðarlega trú á okkur.“

Leikurinn í gær var sá stærsti sem flestir leikmenn Víkinga hafa nokkurn tíma spilað og því lá beint við að spyrja hvernig taugarnar hefðu verið fyrir leik.

„Fyrsta sinn sem ég verð stressaður fyrir leik í mörg ár. Ég hef aldrei áður fundið þessa tilfinningu, óþæginda tilfinningu í líkamanum fyrir leik en í dag var það í hreinskilni bara mjög slæmt.“

Næst á dagskrá er undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og freista þess að verja titilinn þar sem Víkingar unnu 2019. Þar vill Niko væntanlega verja bikarinn

„Já 100% en við verðum að leyfa okkur að njóta dagsins í dag. Fögnum í dag og á morgun og svo fókusum við á bikarinn. Það eru ekki allir sem geta tekið þetta tvöfalt.“

Sagði Niko en allt viðtalið hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir