Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 26. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir tveir brattir.
Þjálfararnir tveir brattir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að enda gott tímabil hjá okkur með því að stíga inn á Laugardalsvöllinn í þeirri frábæru umgjörð sem þessi leikur hefur hlotið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

Bjarni er með mikla reynslu af því að stýra liðum á Laugardalsvelli og hann er spenntur fyrir því að gera það aftur.

„Þetta er alltaf fiðringur. Að komast á þjóðarleikvanginn er alltaf stórt. Það er alveg sama hvort menn hafi komið hingað áður eða ekki."

Bjarni telur að það verði gaman að mæta KFA í úrslitaleiknum. „Ég er fæddur og uppalinn á Norðfirði. Ég hef rætur þar og ólst þar upp í fótboltanum. Tilfinningin er fín að mæta þeim. Þetta eru tvö af bestu liðum 2. deildarinnar í ár og þetta verður hörkuleikur."

„Þessi leikur er frábært tækifæri fyrir unga leikmennn sem hafa kannski ekki séð fyrir sér að komast á Laugardalsvöll. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá," segir Bjarni.

Er mikill aðdáandi Fótbolti.net bikarsins
Selfyssingar hafa átt frábært sumar en liðið vann 2. deildina þægilega og getur kórónað flott tímabil á morgun.

„Ég er mikill aðdáandi þessarar keppni. Það voru margir þjálfarar sem voru búnir að ræða þetta lengi. Þetta gefur þessum minni liðum tækifæri til að koma hingað. Ég hef sagt að það sé Evrópusætisfíilingur í því að komast í þennan leik. Þetta er stór leikur fyrir mjög marga og er frábær viðbót fyrir tímabilið," segir Bjarni.

„Sigurvegarinn tekur þetta allt saman og bæði lið stefna á það."

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner