Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 26. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir tveir brattir.
Þjálfararnir tveir brattir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að enda gott tímabil hjá okkur með því að stíga inn á Laugardalsvöllinn í þeirri frábæru umgjörð sem þessi leikur hefur hlotið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

Bjarni er með mikla reynslu af því að stýra liðum á Laugardalsvelli og hann er spenntur fyrir því að gera það aftur.

„Þetta er alltaf fiðringur. Að komast á þjóðarleikvanginn er alltaf stórt. Það er alveg sama hvort menn hafi komið hingað áður eða ekki."

Bjarni telur að það verði gaman að mæta KFA í úrslitaleiknum. „Ég er fæddur og uppalinn á Norðfirði. Ég hef rætur þar og ólst þar upp í fótboltanum. Tilfinningin er fín að mæta þeim. Þetta eru tvö af bestu liðum 2. deildarinnar í ár og þetta verður hörkuleikur."

„Þessi leikur er frábært tækifæri fyrir unga leikmennn sem hafa kannski ekki séð fyrir sér að komast á Laugardalsvöll. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá," segir Bjarni.

Er mikill aðdáandi Fótbolti.net bikarsins
Selfyssingar hafa átt frábært sumar en liðið vann 2. deildina þægilega og getur kórónað flott tímabil á morgun.

„Ég er mikill aðdáandi þessarar keppni. Það voru margir þjálfarar sem voru búnir að ræða þetta lengi. Þetta gefur þessum minni liðum tækifæri til að koma hingað. Ég hef sagt að það sé Evrópusætisfíilingur í því að komast í þennan leik. Þetta er stór leikur fyrir mjög marga og er frábær viðbót fyrir tímabilið," segir Bjarni.

„Sigurvegarinn tekur þetta allt saman og bæði lið stefna á það."

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner