Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 26. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera langt sumar og það hefur verið kaflaskipt. Þetta er eitthvað til að vinna, það gæti bjargað sumrinu alveg," sagði Arek Grzelak, fyrirliði KFA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

KFA náði ekki sínum markmiðum í 2. deildinni og komst liðið ekki upp, en á morgun er möguleiki til að enda sumarið á góðum nótum.

„Ég hef trú á mínu liði og við komum fullir sjálfstrausts til að vinna þennan leik. Það er alveg klárt," segir Arek.

„Við erum með mjög ungan hóp og það er kannski gott fyrir okkur að vera eitt ár í viðbót í 2. deild. Þá erum við miklu tilbúnari að fara upp um deild á næsta ári. Ég held að það sé það jákvæðasta. Sumarið var eiginlega byggt upp á heimamönnum. Það er bara jákvætt og uppbyggilegt."

Beðið eftir þessu alla vikuna
Arek var í banni í undanúrslitunum gegn Tindastóli og segir hann að það hafi verið erfitt að horfa á þann leik úr stúkunni. Hann er spenntur fyrir því að stíga inn á Laugardalsvöll með liðsfélögum sínum annað kvöld.

„Sumarið fór eins og það fór. Þá er gott að fá þennan leik og sanna það að við erum nógu góðir til að fara alla leið á næsta ári. Ég er mjög spenntur að spila á Laugardalsvelli. Maður er búinn að bíða alla vikuna eftir þessu og þetta er loksins að koma. Hópurinn keyrði saman í bæinn í gær. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ég hef bullandi trú á okkar mönnum. Við erum komnir hingað til að vinna," segir Arek.

Hann vonast eftir góðum stuðningi úr stúkunni á morgun.

„Það er fullt af Austfirðingum fyrir sunnan og svo veit ég að það er fólk að koma að austan til að horfa á þennan leik. Það verður stemning. Austfirðingar kunna að skemmta sér, það er bara þannig," sagði Arek að lokum.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner