Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 26. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Arek Grzelak, fyrirliði KFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, og Arek.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera langt sumar og það hefur verið kaflaskipt. Þetta er eitthvað til að vinna, það gæti bjargað sumrinu alveg," sagði Arek Grzelak, fyrirliði KFA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

KFA náði ekki sínum markmiðum í 2. deildinni og komst liðið ekki upp, en á morgun er möguleiki til að enda sumarið á góðum nótum.

„Ég hef trú á mínu liði og við komum fullir sjálfstrausts til að vinna þennan leik. Það er alveg klárt," segir Arek.

„Við erum með mjög ungan hóp og það er kannski gott fyrir okkur að vera eitt ár í viðbót í 2. deild. Þá erum við miklu tilbúnari að fara upp um deild á næsta ári. Ég held að það sé það jákvæðasta. Sumarið var eiginlega byggt upp á heimamönnum. Það er bara jákvætt og uppbyggilegt."

Beðið eftir þessu alla vikuna
Arek var í banni í undanúrslitunum gegn Tindastóli og segir hann að það hafi verið erfitt að horfa á þann leik úr stúkunni. Hann er spenntur fyrir því að stíga inn á Laugardalsvöll með liðsfélögum sínum annað kvöld.

„Sumarið fór eins og það fór. Þá er gott að fá þennan leik og sanna það að við erum nógu góðir til að fara alla leið á næsta ári. Ég er mjög spenntur að spila á Laugardalsvelli. Maður er búinn að bíða alla vikuna eftir þessu og þetta er loksins að koma. Hópurinn keyrði saman í bæinn í gær. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ég hef bullandi trú á okkar mönnum. Við erum komnir hingað til að vinna," segir Arek.

Hann vonast eftir góðum stuðningi úr stúkunni á morgun.

„Það er fullt af Austfirðingum fyrir sunnan og svo veit ég að það er fólk að koma að austan til að horfa á þennan leik. Það verður stemning. Austfirðingar kunna að skemmta sér, það er bara þannig," sagði Arek að lokum.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner