Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   fim 26. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel okkur. Það er helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum. Við erum allir mjög spenntir fyrir því," segir Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, við Fótbolta.net.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

„Þessi keppni er frábær viðbót. Það er geggjað að fá að spila fram í lok september og sérstaklega hérna á þessum velli. Við erum vel gíraðir í þetta."

Selfoss féll úr Lengjudeildinni í fyrra en liðið hefur átt frábært sumar núna og fór beint aftur upp.

„Þetta var geggjað sumar. Við tókum aðeins til og það var mikið af breytingum í liðinu, þjálfarateymi og umgjörð. Við komum virkilega vel inn í þetta tímabil eftir vonbrigði síðasta tímabils. Þetta var akkúrat eins og við vorum búnir að áætla. Við ætluðum okkur líka hingað."

Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi fyrir tímabilið og hann hefur gert góða hluti.

„Hann kann þetta, þvílík reynsla. Það var frábært að fá svona þjálfara inn," segir Aron.

Mikil stemning í Selfyssingum
Stuðningsfólk Selfyssinga ætla að koma saman í miðbænum á Selfossi fyrir leik, áður en haldið verður á Laugardalsvöll. Dagskráin hefst klukkan 16 og hentar öllum aldurshópum. Andlitsmálun og candyfloss fyrir börnin, Magnús Kjartan mætir með gítarinn og það verður tilboð á drykk og mat. Þá verður boðið upp á fríar rútuferðir frá miðbæmum klukkan 17:30.

„Það er alvöru dagskrá í miðbænum. Við vonum að við fáum bæjarfélagið á bak við okkur. Við vonumst eftir að sjá sem flesta. Það er okkar heitasta von," sagði Aron að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir