Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 26. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Aron Fannar og Arek, fyrirliði KFA, á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst gríðarlega vel okkur. Það er helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum. Við erum allir mjög spenntir fyrir því," segir Aron Fannar Birgisson, leikmaður Selfoss, við Fótbolta.net.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

„Þessi keppni er frábær viðbót. Það er geggjað að fá að spila fram í lok september og sérstaklega hérna á þessum velli. Við erum vel gíraðir í þetta."

Selfoss féll úr Lengjudeildinni í fyrra en liðið hefur átt frábært sumar núna og fór beint aftur upp.

„Þetta var geggjað sumar. Við tókum aðeins til og það var mikið af breytingum í liðinu, þjálfarateymi og umgjörð. Við komum virkilega vel inn í þetta tímabil eftir vonbrigði síðasta tímabils. Þetta var akkúrat eins og við vorum búnir að áætla. Við ætluðum okkur líka hingað."

Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi fyrir tímabilið og hann hefur gert góða hluti.

„Hann kann þetta, þvílík reynsla. Það var frábært að fá svona þjálfara inn," segir Aron.

Mikil stemning í Selfyssingum
Stuðningsfólk Selfyssinga ætla að koma saman í miðbænum á Selfossi fyrir leik, áður en haldið verður á Laugardalsvöll. Dagskráin hefst klukkan 16 og hentar öllum aldurshópum. Andlitsmálun og candyfloss fyrir börnin, Magnús Kjartan mætir með gítarinn og það verður tilboð á drykk og mat. Þá verður boðið upp á fríar rútuferðir frá miðbæmum klukkan 17:30.

„Það er alvöru dagskrá í miðbænum. Við vonum að við fáum bæjarfélagið á bak við okkur. Við vonumst eftir að sjá sem flesta. Það er okkar heitasta von," sagði Aron að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir