Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 26. október 2023 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Logi: Neituðu 25 milljónum punda í leikmann á bekknum
Anton Logi
Anton Logi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði illa gegn Gent í Belgíu í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks ræddi við Sæbjörn Steinke eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Gefa úrslitin rétta mynd af muninum á liðunum?

„Það er erfitt að segja. Við náum ekki að komast almennilega inn í leikinn. Þegar maður er 4-0 yfir þá slakar maður á og auðvitað gerðu þeir það. Við fengum alvöru skell í fyrri hálfleik, þeir voru 2-3 levelum fyrir ofan okkur og við réðum ekkert við þá," sagði Anton Logi.

Sóknarmenn Gent gerðu varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt og Anton Logi hrósaði þeim í hástert. Gift Orban kom inn á sem varamaður og skoraði en hann hefur verið orðaður við félög á borð við Chelsea, Manchester United, Tottenham og Fulham.

„Gift Orban kemur inn á, þeir voru að neita einhverjum 25 milljónum punda í hann, það er alvöru leikmaður. (Malick) Fofana labbar framhjá mönnum, 18 ára. Þessir þrír sóknarmenn lágu í mér, Damir og Viktori, einn að koma og hinn að fara á bakvið. Svo þurftu þeir bara millisekúndu til að slútta," sagði Anton Logi.

Um hundrað stuðningsmenn Breiðabliks mættu til Belgíu og studdu sína menn. Anton fann vel fyrir stuðningnum.

„Það var geggjað. Maður heyrði í þeim allan leikinn, það voru alvöru læti í þeim. Þegar það var orðið þrjú til fjögur núll langaði manni að hverfa ofan í jörðina en maður heyrði í þeim og maður fylltist stolti og maður varð að klára þetta þrátt fyrir að brekkan var orðin virkilega brött," sagði Anton Logi.

Anton er aðeins tvítugur og það kítlar að fara í atvinnumennsku.

„Já, þegar maður er búinn að spila Evrópuleiki við þessar aðstæður á svona völlum þá kítlar að vilja spila fleiri leiki á svona svona leveli. Að spila í Sambandsdeildinni með svona umgjörð, það eru ekki allir sem fá að upplifa þetta, þetta er sturlað dæmi," sagði Anton Logi.


Athugasemdir
banner
banner
banner