Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 26. október 2023 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Logi: Neituðu 25 milljónum punda í leikmann á bekknum
Gift Orban
Gift Orban
Mynd: Getty Images
Anton Logi
Anton Logi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði illa gegn Gent í Belgíu í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks ræddi við Sæbjörn Steinke eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Gefa úrslitin rétta mynd af muninum á liðunum?

„Það er erfitt að segja. Við náum ekki að komast almennilega inn í leikinn. Þegar maður er 4-0 yfir þá slakar maður á og auðvitað gerðu þeir það. Við fengum alvöru skell í fyrri hálfleik, þeir voru 2-3 levelum fyrir ofan okkur og við réðum ekkert við þá," sagði Anton Logi.

Sóknarmenn Gent gerðu varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt og Anton Logi hrósaði þeim í hástert. Gift Orban kom inn á sem varamaður og skoraði en hann hefur verið orðaður við félög á borð við Chelsea, Manchester United, Tottenham og Fulham.

„Gift Orban kemur inn á, þeir voru að neita einhverjum 25 milljónum punda í hann, það er alvöru leikmaður. (Malick) Fofana labbar framhjá mönnum, 18 ára. Þessir þrír sóknarmenn lágu í mér, Damir og Viktori, einn að koma og hinn að fara á bakvið. Svo þurftu þeir bara millisekúndu til að slútta," sagði Anton Logi.

Um hundrað stuðningsmenn Breiðabliks mættu til Belgíu og studdu sína menn. Anton fann vel fyrir stuðningnum.

„Það var geggjað. Maður heyrði í þeim allan leikinn, það voru alvöru læti í þeim. Þegar það var orðið þrjú til fjögur núll langaði manni að hverfa ofan í jörðina en maður heyrði í þeim og maður fylltist stolti og maður varð að klára þetta þrátt fyrir að brekkan var orðin virkilega brött," sagði Anton Logi.

Anton er aðeins tvítugur og það kítlar að fara í atvinnumennsku.

„Já, þegar maður er búinn að spila Evrópuleiki við þessar aðstæður á svona völlum þá kítlar að vilja spila fleiri leiki á svona svona leveli. Að spila í Sambandsdeildinni með svona umgjörð, það eru ekki allir sem fá að upplifa þetta, þetta er sturlað dæmi," sagði Anton Logi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner