Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   fim 26. október 2023 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Logi: Neituðu 25 milljónum punda í leikmann á bekknum
Gift Orban
Gift Orban
Mynd: Getty Images
Anton Logi
Anton Logi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði illa gegn Gent í Belgíu í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks ræddi við Sæbjörn Steinke eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Gefa úrslitin rétta mynd af muninum á liðunum?

„Það er erfitt að segja. Við náum ekki að komast almennilega inn í leikinn. Þegar maður er 4-0 yfir þá slakar maður á og auðvitað gerðu þeir það. Við fengum alvöru skell í fyrri hálfleik, þeir voru 2-3 levelum fyrir ofan okkur og við réðum ekkert við þá," sagði Anton Logi.

Sóknarmenn Gent gerðu varnarmönnum Breiðabliks lífið leitt og Anton Logi hrósaði þeim í hástert. Gift Orban kom inn á sem varamaður og skoraði en hann hefur verið orðaður við félög á borð við Chelsea, Manchester United, Tottenham og Fulham.

„Gift Orban kemur inn á, þeir voru að neita einhverjum 25 milljónum punda í hann, það er alvöru leikmaður. (Malick) Fofana labbar framhjá mönnum, 18 ára. Þessir þrír sóknarmenn lágu í mér, Damir og Viktori, einn að koma og hinn að fara á bakvið. Svo þurftu þeir bara millisekúndu til að slútta," sagði Anton Logi.

Um hundrað stuðningsmenn Breiðabliks mættu til Belgíu og studdu sína menn. Anton fann vel fyrir stuðningnum.

„Það var geggjað. Maður heyrði í þeim allan leikinn, það voru alvöru læti í þeim. Þegar það var orðið þrjú til fjögur núll langaði manni að hverfa ofan í jörðina en maður heyrði í þeim og maður fylltist stolti og maður varð að klára þetta þrátt fyrir að brekkan var orðin virkilega brött," sagði Anton Logi.

Anton er aðeins tvítugur og það kítlar að fara í atvinnumennsku.

„Já, þegar maður er búinn að spila Evrópuleiki við þessar aðstæður á svona völlum þá kítlar að vilja spila fleiri leiki á svona svona leveli. Að spila í Sambandsdeildinni með svona umgjörð, það eru ekki allir sem fá að upplifa þetta, þetta er sturlað dæmi," sagði Anton Logi.


Athugasemdir
banner
banner
banner