Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Breki Baxter: Sambandið við þjálfarann versnaði og svo hófst stríð
Fanney Inga: Svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Hildur: Taka hana úr leiknum og þetta var bara 'dirty'
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Hildur Antons: Íslenskan stundum yfirgnæfandi í klefanum
Aldrei spurning um annað en Breiðablik - „Báðar dollurnar og langt í Evrópu"
Telur að margir séu að afskrifa þá - „Við ætlum að vinna deildina í ár“
   þri 27. febrúar 2024 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Icelandair
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtilegt augnablik.
Skemmtilegt augnablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara ógeðslega vel. Að ná inn fyrsta landsliðsmarkinu á þessum tímapunkti er geggjuð tilfinning. Að gera þetta hérna heima fyrir framan alla aðdáendurna er geggjað," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur á Serbíu í kvöld.

Bryndís skoraði sitt fyrsta landsliðsmark er hún skoraði sigurmarkið í leiknum. Hún segir fátt sem jafnast á við þá tilfinningu þegar boltinn endaði í markinu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Nei, í raun ekki. Ég sá að Sveindís fékk boltann og það eina sem ég hugsaði um var að ég ætlaði að koma mér fram fyrir manninn og klára þetta. Þegar ég sá boltann í markinu, það var ólýsanleg tilfinning."

Hvað hugsaði hún þegar hún sá boltann enda í markinu?

„Ég man það ekki. Ég var svo ánægð að ég bara veit það ekki. Þetta voru gríðarlega mikilvægir leikir og við vissum það alveg. Þetta var að duga eða drepast, allt eða ekkert. Ég er gríðarlega sátt við allar stelpurnar. Ég er mjög sátt."

Leikurinn snerist Íslandi í hag í seinni hálfleiknum. „Við vorum með orkuna með okkur og um leið og við skoruðum fyrsta markið þá vorum við með þær. Við vorum yfir í baráttu og ég hugsaði að við þyrftum bara eitt í viðbót og þá væri þetta komið."

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp markið fyrir Bryndísi með ótrúlegu hlaupi. „Þetta er leikmaður sem þú vilt hafa við hliðina á þér. Ég er búin að vera mjög spennt að fá að spila með henni. Ég held að við getum verið mjög gott dúó upp á topp."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner