Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 27. febrúar 2024 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Icelandair
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Bryndís fagnar marki sínu í lok leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtilegt augnablik.
Skemmtilegt augnablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara ógeðslega vel. Að ná inn fyrsta landsliðsmarkinu á þessum tímapunkti er geggjuð tilfinning. Að gera þetta hérna heima fyrir framan alla aðdáendurna er geggjað," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur á Serbíu í kvöld.

Bryndís skoraði sitt fyrsta landsliðsmark er hún skoraði sigurmarkið í leiknum. Hún segir fátt sem jafnast á við þá tilfinningu þegar boltinn endaði í markinu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Nei, í raun ekki. Ég sá að Sveindís fékk boltann og það eina sem ég hugsaði um var að ég ætlaði að koma mér fram fyrir manninn og klára þetta. Þegar ég sá boltann í markinu, það var ólýsanleg tilfinning."

Hvað hugsaði hún þegar hún sá boltann enda í markinu?

„Ég man það ekki. Ég var svo ánægð að ég bara veit það ekki. Þetta voru gríðarlega mikilvægir leikir og við vissum það alveg. Þetta var að duga eða drepast, allt eða ekkert. Ég er gríðarlega sátt við allar stelpurnar. Ég er mjög sátt."

Leikurinn snerist Íslandi í hag í seinni hálfleiknum. „Við vorum með orkuna með okkur og um leið og við skoruðum fyrsta markið þá vorum við með þær. Við vorum yfir í baráttu og ég hugsaði að við þyrftum bara eitt í viðbót og þá væri þetta komið."

Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp markið fyrir Bryndísi með ótrúlegu hlaupi. „Þetta er leikmaður sem þú vilt hafa við hliðina á þér. Ég er búin að vera mjög spennt að fá að spila með henni. Ég held að við getum verið mjög gott dúó upp á topp."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner