Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 27. apríl 2019 17:13
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Tók ekki í mál að vera með rassafar á bekknum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson eða Krulli Gull sneri aftur í Pepsi Max deildina með Breiðablik í sigri liðsins á Grindavík í dag en hann er á láni frá sænska félaginu Halmstad.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Ég er pínu þreyttur núna ég viðurkenni það. Þetta var vinnusigur og það þurfti að hafa fyrir honum með hlaupum og baráttu en það er gaman bara að vera kominn aftur, þetta er einstök deild og það er alltaf smá rómantík í kringum hana .“
Sagði Höskuldur um endurkomu sína.

Stutt er síðan kvisaðist út að Höskuldur væri á heimleið og lá því beint við að spyrja. Áttu félagaskiptin sér langan aðdraganda?

„Þetta gerðist nú frekar spontant eins og Íslendingar eru yfir höfuð. Þetta var svona tveggja vikna ferli en síðan þegar ég sá hvernig staðan var hjá mér á þessum tíma að ég var ekki að fá margar mínútur þá vildi ég bara skoða möguleika mína. Það er spennandi tímabil hérna sem Blikarnir eru að fara í og evrópukeppni og glæsilegur hópur svo ég stökk bara á það.“

Voru einhver önnur lið inní myndinni?

„Glugginn úti er náttúrulega lokaður og það voru engar hreyfingar þar í boði fyrr en 15.júlí og ég var bara hungraður í að spila, sumarið að koma svo ég tók ekki í mál að vera bara með rassafar á bekknum þarna.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan
Athugasemdir
banner