Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   sun 27. apríl 2025 16:33
Arnar Daði Arnarsson
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Kvenaboltinn
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL var vonsvikinn með spilamennsku sinna stelpna í 3-1 tapi liðsins gegn FH í Hafnarfirðinum í dag.

Þetta var fyrsti leikur 3.umferðar í deildinni en FHL er enn án stiga í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst við vera slakar í fyrri hálfleik og við áttum í rauninni ekkert skilið. Það hefði hinsvegar verið ljúft að vera bara einu marki undir í hálfleik en því miður vorum við tveimur mörkum undir," sagði Björgvin Karl sem var ánægður með hvernig stelpurnar komu inn í seinni hálfleikinn.

„Við ákváðum að stíga aðeins á þetta í seinni hálfleik og við náðum því. Við fengum tækifæri til að gera enn betur en þá vantaði uppá að sendingar eða móttökur væru betri."

„Við náðum að klóra okkur aðeins inn í leikinn en það kostaði okkur það að þær skora sitt þriðja mark. Ég hefði viljað fá heilt yfir öflugri frammistöðu frá okkur í dag," sagði Björgvin sem var svekktur með bæði mörk FH í fyrri hálfleiknum.

„ Við hefðum átt að gera betur í báðum mörkunum þeirra."

María Björg Fjölnisdóttir fór af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik.

„Hún hefur verið tæp frá því að hún byrjaði aftur. Við erum að reyna koma henni aftur af stað. Hún var ekki búin að spila fótbolta í tvö ár. Hún hefur gert mjög vel fyrir okkur og vonandi verður hún komin sem fyrst aftur á fullt."

Framundan er nýliðaslagur þegar FHL mætir Fram í 4.umferð Bestu-deildarinnar.

„Það er frábært að vera búnar að skora og koma okkur aðeins á blað þó svo að við höfum ekki fengið nein stig. Þetta verður stórleikur. Við höfum oft spilað við Fram áður og það hafa alltaf verið hörkuleikir. Við þurfum að einbeita okkur að því að gera betur en við höfum verið að gera í 90 mínútur og vonandi gengur það eftir gegn Fram," sagði Björgvin sem gerir ekki ráð fyrir því að styrkja liðið fyrir lok félagaskiptagluggans.

„Það er ekkert sem er í hendi þar og ég hef ekkert verið að skoða það neitt."
Athugasemdir
banner
banner