Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 27. apríl 2025 16:33
Arnar Daði Arnarsson
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Kvenaboltinn
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Björgvin Karl þjálfari FHL.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL var vonsvikinn með spilamennsku sinna stelpna í 3-1 tapi liðsins gegn FH í Hafnarfirðinum í dag.

Þetta var fyrsti leikur 3.umferðar í deildinni en FHL er enn án stiga í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 FHL

„Mér fannst við vera slakar í fyrri hálfleik og við áttum í rauninni ekkert skilið. Það hefði hinsvegar verið ljúft að vera bara einu marki undir í hálfleik en því miður vorum við tveimur mörkum undir," sagði Björgvin Karl sem var ánægður með hvernig stelpurnar komu inn í seinni hálfleikinn.

„Við ákváðum að stíga aðeins á þetta í seinni hálfleik og við náðum því. Við fengum tækifæri til að gera enn betur en þá vantaði uppá að sendingar eða móttökur væru betri."

„Við náðum að klóra okkur aðeins inn í leikinn en það kostaði okkur það að þær skora sitt þriðja mark. Ég hefði viljað fá heilt yfir öflugri frammistöðu frá okkur í dag," sagði Björgvin sem var svekktur með bæði mörk FH í fyrri hálfleiknum.

„ Við hefðum átt að gera betur í báðum mörkunum þeirra."

María Björg Fjölnisdóttir fór af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik.

„Hún hefur verið tæp frá því að hún byrjaði aftur. Við erum að reyna koma henni aftur af stað. Hún var ekki búin að spila fótbolta í tvö ár. Hún hefur gert mjög vel fyrir okkur og vonandi verður hún komin sem fyrst aftur á fullt."

Framundan er nýliðaslagur þegar FHL mætir Fram í 4.umferð Bestu-deildarinnar.

„Það er frábært að vera búnar að skora og koma okkur aðeins á blað þó svo að við höfum ekki fengið nein stig. Þetta verður stórleikur. Við höfum oft spilað við Fram áður og það hafa alltaf verið hörkuleikir. Við þurfum að einbeita okkur að því að gera betur en við höfum verið að gera í 90 mínútur og vonandi gengur það eftir gegn Fram," sagði Björgvin sem gerir ekki ráð fyrir því að styrkja liðið fyrir lok félagaskiptagluggans.

„Það er ekkert sem er í hendi þar og ég hef ekkert verið að skoða það neitt."
Athugasemdir
banner