Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   sun 27. september 2020 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við vorum skugginn af sjálfum okkur í fyrri hálfleik
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fengu Stjörnumenn í heimsókn í Kórinn þegar lokaleikir Pepsi Max deild karla í dag voru spilaðir. HK hafði fyrir leikinn ekki tapað í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

„Það er svekkjandi, það var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og við gerðum hrikalega vel að jafna" Sagði Bryjnar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

HK lenti tveimur mörkum undir í hálfleik og voru nokkuð sanngjarnt undir í hálfleik en gerðu vel í þeim síðari til þess að komast aftur inn í leikinn og jöfnuðu þegar tæpar 20 mín voru eftir af venjulegum leiktíma en urðu þó á endanum að sætta sig við 2-3 tap.
„Það var himinn og haf á milli hálfleika, ég hef held ég bara aldrei séð annað eins og ég var ekki sáttur í hálfleik og við fórum aðeins yfir það enda komum við miklu sprækari og hressari í seinni hálfleikinn."

„Við vorum ekki á staðnum í fyrri hálfleik og í síðari vorum við bara agressívari og börðumst meira um þessa fyrri og seinni bolta, návígin og spiluðum boltanum töluvert betur." 

Stjörnumenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum og vildi Brynjar Björn lítið gefa fyrir það að Stjörnumenn myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik.
„Mér fannst þeir ekkert dýrvitlausir, þeir spiluðu fínt en það er bara afþví að við vorum skugginn af sjálfum okkur í fyrri hálfleik." 

Arnþór Ari meiddist í upphafi leiks en Brynjar Björn gat ekkert gefið upp um stöðuna á honum.
„Erfitt að segja núna, hann fékk smá tak í lærið og ómögulegt að segja hverju langur tími það verður." 

*Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner