29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 27. september 2020 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við vorum skugginn af sjálfum okkur í fyrri hálfleik
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fengu Stjörnumenn í heimsókn í Kórinn þegar lokaleikir Pepsi Max deild karla í dag voru spilaðir. HK hafði fyrir leikinn ekki tapað í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

„Það er svekkjandi, það var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og við gerðum hrikalega vel að jafna" Sagði Bryjnar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

HK lenti tveimur mörkum undir í hálfleik og voru nokkuð sanngjarnt undir í hálfleik en gerðu vel í þeim síðari til þess að komast aftur inn í leikinn og jöfnuðu þegar tæpar 20 mín voru eftir af venjulegum leiktíma en urðu þó á endanum að sætta sig við 2-3 tap.
„Það var himinn og haf á milli hálfleika, ég hef held ég bara aldrei séð annað eins og ég var ekki sáttur í hálfleik og við fórum aðeins yfir það enda komum við miklu sprækari og hressari í seinni hálfleikinn."

„Við vorum ekki á staðnum í fyrri hálfleik og í síðari vorum við bara agressívari og börðumst meira um þessa fyrri og seinni bolta, návígin og spiluðum boltanum töluvert betur." 

Stjörnumenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum og vildi Brynjar Björn lítið gefa fyrir það að Stjörnumenn myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik.
„Mér fannst þeir ekkert dýrvitlausir, þeir spiluðu fínt en það er bara afþví að við vorum skugginn af sjálfum okkur í fyrri hálfleik." 

Arnþór Ari meiddist í upphafi leiks en Brynjar Björn gat ekkert gefið upp um stöðuna á honum.
„Erfitt að segja núna, hann fékk smá tak í lærið og ómögulegt að segja hverju langur tími það verður." 

*Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner