Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 27. september 2020 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Við vorum skugginn af sjálfum okkur í fyrri hálfleik
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fengu Stjörnumenn í heimsókn í Kórinn þegar lokaleikir Pepsi Max deild karla í dag voru spilaðir. HK hafði fyrir leikinn ekki tapað í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

„Það er svekkjandi, það var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og við gerðum hrikalega vel að jafna" Sagði Bryjnar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

HK lenti tveimur mörkum undir í hálfleik og voru nokkuð sanngjarnt undir í hálfleik en gerðu vel í þeim síðari til þess að komast aftur inn í leikinn og jöfnuðu þegar tæpar 20 mín voru eftir af venjulegum leiktíma en urðu þó á endanum að sætta sig við 2-3 tap.
„Það var himinn og haf á milli hálfleika, ég hef held ég bara aldrei séð annað eins og ég var ekki sáttur í hálfleik og við fórum aðeins yfir það enda komum við miklu sprækari og hressari í seinni hálfleikinn."

„Við vorum ekki á staðnum í fyrri hálfleik og í síðari vorum við bara agressívari og börðumst meira um þessa fyrri og seinni bolta, návígin og spiluðum boltanum töluvert betur." 

Stjörnumenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum og vildi Brynjar Björn lítið gefa fyrir það að Stjörnumenn myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik.
„Mér fannst þeir ekkert dýrvitlausir, þeir spiluðu fínt en það er bara afþví að við vorum skugginn af sjálfum okkur í fyrri hálfleik." 

Arnþór Ari meiddist í upphafi leiks en Brynjar Björn gat ekkert gefið upp um stöðuna á honum.
„Erfitt að segja núna, hann fékk smá tak í lærið og ómögulegt að segja hverju langur tími það verður." 

*Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner