Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 27. september 2020 17:28
Baldvin Már Borgarsson
Orri Hrafn: Völlurinn er skelfilegur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Orri Hrafn Kjartansson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn KR fyrr í dag. Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í efstu deild í leiknum en hann er uppalinn hjá félaginu, Orri er þó nýkominn heim eftir dvöl hjá unglingaliði Herenveen.

Fylkir vann KR 2-1 í gríðarlega dramatískum leik á Meistaravöllum og styrkir stöðu sína í baráttunni um evrópusæti.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari, það er bara geggjað að koma hérna á heimavöll KR og taka þá í lokin, gullfallegt.''

„Við misstum mann af velli og þurftum að þétta raðirnar, gátum ekki sótt jafn mikið en við erum með gott lið og frábæra liðsheild þannig við bara tókum þetta.''


Ragnar Bragi fékk rautt spjald og færði Orri sig þá af miðjunni þar sem hann var búinn að vera frábær og niður í hægri bakvörðinn, var það ekkert mál?

„Maður tekur það bara fyrir liðið, maður gerir allt fyrir þetta lið og stundum þarf maður að fara í nýja stöðu ef eitthvað riðlast í kerfinu, en geggjað að skora og allt það.''

Fylkismenn byrjuðu leikinn talsvert betur, hvernig lögðu þeir leikinn upp?

„Völlurinn er skelfilegur, það er erfitt að spila fótbolta á þessum velli, við keyrðum bara í gegnum þá og afturfyrir þá og nýttum það bara. Við erum með hraða frammávið sem við nýttum á vörnina þeirra.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Orri betur um leikinn, atvikið með Óla Skúla og Beiti, heimkomuna frá Herenveen og hvernig það aðstoðaði sig í að móta sig sem leikmann og hvernig hann nýtir það í Pepsi Max deildinni.
Athugasemdir
banner