Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 27. september 2020 17:28
Baldvin Már Borgarsson
Orri Hrafn: Völlurinn er skelfilegur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Orri Hrafn Kjartansson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn KR fyrr í dag. Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í efstu deild í leiknum en hann er uppalinn hjá félaginu, Orri er þó nýkominn heim eftir dvöl hjá unglingaliði Herenveen.

Fylkir vann KR 2-1 í gríðarlega dramatískum leik á Meistaravöllum og styrkir stöðu sína í baráttunni um evrópusæti.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari, það er bara geggjað að koma hérna á heimavöll KR og taka þá í lokin, gullfallegt.''

„Við misstum mann af velli og þurftum að þétta raðirnar, gátum ekki sótt jafn mikið en við erum með gott lið og frábæra liðsheild þannig við bara tókum þetta.''


Ragnar Bragi fékk rautt spjald og færði Orri sig þá af miðjunni þar sem hann var búinn að vera frábær og niður í hægri bakvörðinn, var það ekkert mál?

„Maður tekur það bara fyrir liðið, maður gerir allt fyrir þetta lið og stundum þarf maður að fara í nýja stöðu ef eitthvað riðlast í kerfinu, en geggjað að skora og allt það.''

Fylkismenn byrjuðu leikinn talsvert betur, hvernig lögðu þeir leikinn upp?

„Völlurinn er skelfilegur, það er erfitt að spila fótbolta á þessum velli, við keyrðum bara í gegnum þá og afturfyrir þá og nýttum það bara. Við erum með hraða frammávið sem við nýttum á vörnina þeirra.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Orri betur um leikinn, atvikið með Óla Skúla og Beiti, heimkomuna frá Herenveen og hvernig það aðstoðaði sig í að móta sig sem leikmann og hvernig hann nýtir það í Pepsi Max deildinni.
Athugasemdir
banner
banner