Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. september 2020 17:28
Baldvin Már Borgarsson
Orri Hrafn: Völlurinn er skelfilegur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Orri Hrafn Kjartansson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn KR fyrr í dag. Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í efstu deild í leiknum en hann er uppalinn hjá félaginu, Orri er þó nýkominn heim eftir dvöl hjá unglingaliði Herenveen.

Fylkir vann KR 2-1 í gríðarlega dramatískum leik á Meistaravöllum og styrkir stöðu sína í baráttunni um evrópusæti.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari, það er bara geggjað að koma hérna á heimavöll KR og taka þá í lokin, gullfallegt.''

„Við misstum mann af velli og þurftum að þétta raðirnar, gátum ekki sótt jafn mikið en við erum með gott lið og frábæra liðsheild þannig við bara tókum þetta.''


Ragnar Bragi fékk rautt spjald og færði Orri sig þá af miðjunni þar sem hann var búinn að vera frábær og niður í hægri bakvörðinn, var það ekkert mál?

„Maður tekur það bara fyrir liðið, maður gerir allt fyrir þetta lið og stundum þarf maður að fara í nýja stöðu ef eitthvað riðlast í kerfinu, en geggjað að skora og allt það.''

Fylkismenn byrjuðu leikinn talsvert betur, hvernig lögðu þeir leikinn upp?

„Völlurinn er skelfilegur, það er erfitt að spila fótbolta á þessum velli, við keyrðum bara í gegnum þá og afturfyrir þá og nýttum það bara. Við erum með hraða frammávið sem við nýttum á vörnina þeirra.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Orri betur um leikinn, atvikið með Óla Skúla og Beiti, heimkomuna frá Herenveen og hvernig það aðstoðaði sig í að móta sig sem leikmann og hvernig hann nýtir það í Pepsi Max deildinni.
Athugasemdir
banner