Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   sun 27. september 2020 17:28
Baldvin Már Borgarsson
Orri Hrafn: Völlurinn er skelfilegur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Orri Hrafn Kjartansson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn KR fyrr í dag. Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í efstu deild í leiknum en hann er uppalinn hjá félaginu, Orri er þó nýkominn heim eftir dvöl hjá unglingaliði Herenveen.

Fylkir vann KR 2-1 í gríðarlega dramatískum leik á Meistaravöllum og styrkir stöðu sína í baráttunni um evrópusæti.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari, það er bara geggjað að koma hérna á heimavöll KR og taka þá í lokin, gullfallegt.''

„Við misstum mann af velli og þurftum að þétta raðirnar, gátum ekki sótt jafn mikið en við erum með gott lið og frábæra liðsheild þannig við bara tókum þetta.''


Ragnar Bragi fékk rautt spjald og færði Orri sig þá af miðjunni þar sem hann var búinn að vera frábær og niður í hægri bakvörðinn, var það ekkert mál?

„Maður tekur það bara fyrir liðið, maður gerir allt fyrir þetta lið og stundum þarf maður að fara í nýja stöðu ef eitthvað riðlast í kerfinu, en geggjað að skora og allt það.''

Fylkismenn byrjuðu leikinn talsvert betur, hvernig lögðu þeir leikinn upp?

„Völlurinn er skelfilegur, það er erfitt að spila fótbolta á þessum velli, við keyrðum bara í gegnum þá og afturfyrir þá og nýttum það bara. Við erum með hraða frammávið sem við nýttum á vörnina þeirra.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Orri betur um leikinn, atvikið með Óla Skúla og Beiti, heimkomuna frá Herenveen og hvernig það aðstoðaði sig í að móta sig sem leikmann og hvernig hann nýtir það í Pepsi Max deildinni.
Athugasemdir
banner