Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 27. september 2020 17:28
Baldvin Már Borgarsson
Orri Hrafn: Völlurinn er skelfilegur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Orri Hrafn Kjartansson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn KR fyrr í dag. Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í efstu deild í leiknum en hann er uppalinn hjá félaginu, Orri er þó nýkominn heim eftir dvöl hjá unglingaliði Herenveen.

Fylkir vann KR 2-1 í gríðarlega dramatískum leik á Meistaravöllum og styrkir stöðu sína í baráttunni um evrópusæti.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari, það er bara geggjað að koma hérna á heimavöll KR og taka þá í lokin, gullfallegt.''

„Við misstum mann af velli og þurftum að þétta raðirnar, gátum ekki sótt jafn mikið en við erum með gott lið og frábæra liðsheild þannig við bara tókum þetta.''


Ragnar Bragi fékk rautt spjald og færði Orri sig þá af miðjunni þar sem hann var búinn að vera frábær og niður í hægri bakvörðinn, var það ekkert mál?

„Maður tekur það bara fyrir liðið, maður gerir allt fyrir þetta lið og stundum þarf maður að fara í nýja stöðu ef eitthvað riðlast í kerfinu, en geggjað að skora og allt það.''

Fylkismenn byrjuðu leikinn talsvert betur, hvernig lögðu þeir leikinn upp?

„Völlurinn er skelfilegur, það er erfitt að spila fótbolta á þessum velli, við keyrðum bara í gegnum þá og afturfyrir þá og nýttum það bara. Við erum með hraða frammávið sem við nýttum á vörnina þeirra.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Orri betur um leikinn, atvikið með Óla Skúla og Beiti, heimkomuna frá Herenveen og hvernig það aðstoðaði sig í að móta sig sem leikmann og hvernig hann nýtir það í Pepsi Max deildinni.
Athugasemdir
banner