Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 27. nóvember 2022 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boltinn fór að rúlla eftir að samningnum var rift - „Mjög óraunverulegt að ég sé að fara út"
Kvenaboltinn
Sólveig gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2021. Hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Fylki og Aftureldingu á sínum ferli.
Sólveig gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2021. Hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Fylki og Aftureldingu á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig verður 22 ára á morgun. Hún getur bæði spilað á kanti og fremst á vellinum.
Sólveig verður 22 ára á morgun. Hún getur bæði spilað á kanti og fremst á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð Íslandsmeistari bæði árin sín hjá Val.
Varð Íslandsmeistari bæði árin sín hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir að ég rifti við Val fór boltinn að rúlla. Liðin sáu ekki strax að ég væri búinn að rifta en svo fékk ég skilaboð frá félögum og þetta kom bara í hendurnar á mér," sagði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen við Fótbolta.net.

Hún gekk í raðir sænska félagsins Örebro fyrr í þessum mánuði eftir tvö tímabil með Val. Hún rifti samningi sínum við Val eftir að tímabilinu lauk og var því félagslaus í smá tíma.

„Já (þetta kom mér á óvart), en á sama tíma var Berglind (Rós Ágústsdóttir) þarna og þau eru að fylgjast með leikmönnum á Íslandi."

Var ákvörðunin að rifta erfið?

„Já, þetta var erfið ákvörðun. Svona óvissa er mjög óþægileg en þetta hefði ekki getað komið betur út þannig ég er mjög sátt. Auðvitað er alltaf áhætta að rifta við lið en maður getur alltaf fundið eitthvað ef tækifærin koma ekki strax."

Hvað langar hana að afreka hjá Örebro?

„Mig langar að bæta mig sem leikmann og að vera sjálfstæð, búa einhvers staðar úti, það er krefjandi. Mig langar að sjá öðruvísi fótboltamenningu og vera meiri atvinnumaður."

„Mig hefur dreymt um atvinnumennsku alveg frá því að ég byrjaði í fótbolta. Mér finnst þetta mjög óraunverulegt að ég sé að fara út, það er ekki alveg komið í hausinn á mér."

„Ég talaði við þjálfarann og spjallaði líka við Berglindi og leist mjög á það sem þau bæði höfðu að segja."


Hvaða ráð er Berglind að gefa Sólveigu?

„Hún er að gera mér ráð að vera frekar tímanlega með allt, fá mér kennitölu, sækja mér AppleTV og að ég ætti að vera undirbúin fyrir kuldann úti. Ég mun klárlega hafa samband við hana oftar einu sinni eftir að ég er komin út."

Sólveig gerir tveggja ára samning við sænska félagið. Horfir hún á þetta skref sem mögulegan stökkpall?

„Já, maður vill alltaf komast lengra, en Örebro er mjög gott lið og ég vil njóta þess að spila í þessi tvö ár."

Sólveig ræðir í viðtalinu um tímabilið og árin í Val, þjálfarann Pétur Pétursson, að spila með miklum reynsluboltum, upplifunin að spila bikarúrslitaleik og Meistaradeildarleiki og ýmislegt annað. Hún ræðir einnig um U23 landsliðsverkefnið í sumar og A-landsliðið.

Í lok viðtalsins var Sólveig spurð út í hvað hana langar til að afreka á sínum ferli.

„Það er alltaf A-landsliðið, og að spila í bestu deildunum; Þýskalandi, Spáni, Ítalíu eða Frakklandi. Nei, ég er ekki með neinn tímaramma. Ég vil fara með flæðinu, lifa í núinu. Allavega áður en ég verð 35 ára," sagði Sólveig og brosti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner