Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 27. nóvember 2022 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boltinn fór að rúlla eftir að samningnum var rift - „Mjög óraunverulegt að ég sé að fara út"
Kvenaboltinn
Sólveig gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2021. Hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Fylki og Aftureldingu á sínum ferli.
Sólveig gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2021. Hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Fylki og Aftureldingu á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig verður 22 ára á morgun. Hún getur bæði spilað á kanti og fremst á vellinum.
Sólveig verður 22 ára á morgun. Hún getur bæði spilað á kanti og fremst á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð Íslandsmeistari bæði árin sín hjá Val.
Varð Íslandsmeistari bæði árin sín hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir að ég rifti við Val fór boltinn að rúlla. Liðin sáu ekki strax að ég væri búinn að rifta en svo fékk ég skilaboð frá félögum og þetta kom bara í hendurnar á mér," sagði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen við Fótbolta.net.

Hún gekk í raðir sænska félagsins Örebro fyrr í þessum mánuði eftir tvö tímabil með Val. Hún rifti samningi sínum við Val eftir að tímabilinu lauk og var því félagslaus í smá tíma.

„Já (þetta kom mér á óvart), en á sama tíma var Berglind (Rós Ágústsdóttir) þarna og þau eru að fylgjast með leikmönnum á Íslandi."

Var ákvörðunin að rifta erfið?

„Já, þetta var erfið ákvörðun. Svona óvissa er mjög óþægileg en þetta hefði ekki getað komið betur út þannig ég er mjög sátt. Auðvitað er alltaf áhætta að rifta við lið en maður getur alltaf fundið eitthvað ef tækifærin koma ekki strax."

Hvað langar hana að afreka hjá Örebro?

„Mig langar að bæta mig sem leikmann og að vera sjálfstæð, búa einhvers staðar úti, það er krefjandi. Mig langar að sjá öðruvísi fótboltamenningu og vera meiri atvinnumaður."

„Mig hefur dreymt um atvinnumennsku alveg frá því að ég byrjaði í fótbolta. Mér finnst þetta mjög óraunverulegt að ég sé að fara út, það er ekki alveg komið í hausinn á mér."

„Ég talaði við þjálfarann og spjallaði líka við Berglindi og leist mjög á það sem þau bæði höfðu að segja."


Hvaða ráð er Berglind að gefa Sólveigu?

„Hún er að gera mér ráð að vera frekar tímanlega með allt, fá mér kennitölu, sækja mér AppleTV og að ég ætti að vera undirbúin fyrir kuldann úti. Ég mun klárlega hafa samband við hana oftar einu sinni eftir að ég er komin út."

Sólveig gerir tveggja ára samning við sænska félagið. Horfir hún á þetta skref sem mögulegan stökkpall?

„Já, maður vill alltaf komast lengra, en Örebro er mjög gott lið og ég vil njóta þess að spila í þessi tvö ár."

Sólveig ræðir í viðtalinu um tímabilið og árin í Val, þjálfarann Pétur Pétursson, að spila með miklum reynsluboltum, upplifunin að spila bikarúrslitaleik og Meistaradeildarleiki og ýmislegt annað. Hún ræðir einnig um U23 landsliðsverkefnið í sumar og A-landsliðið.

Í lok viðtalsins var Sólveig spurð út í hvað hana langar til að afreka á sínum ferli.

„Það er alltaf A-landsliðið, og að spila í bestu deildunum; Þýskalandi, Spáni, Ítalíu eða Frakklandi. Nei, ég er ekki með neinn tímaramma. Ég vil fara með flæðinu, lifa í núinu. Allavega áður en ég verð 35 ára," sagði Sólveig og brosti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner