Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í bandaríkjunum.
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
   sun 27. nóvember 2022 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boltinn fór að rúlla eftir að samningnum var rift - „Mjög óraunverulegt að ég sé að fara út"
Kvenaboltinn
Sólveig gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2021. Hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Fylki og Aftureldingu á sínum ferli.
Sólveig gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2021. Hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, Fylki og Aftureldingu á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig verður 22 ára á morgun. Hún getur bæði spilað á kanti og fremst á vellinum.
Sólveig verður 22 ára á morgun. Hún getur bæði spilað á kanti og fremst á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð Íslandsmeistari bæði árin sín hjá Val.
Varð Íslandsmeistari bæði árin sín hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir að ég rifti við Val fór boltinn að rúlla. Liðin sáu ekki strax að ég væri búinn að rifta en svo fékk ég skilaboð frá félögum og þetta kom bara í hendurnar á mér," sagði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen við Fótbolta.net.

Hún gekk í raðir sænska félagsins Örebro fyrr í þessum mánuði eftir tvö tímabil með Val. Hún rifti samningi sínum við Val eftir að tímabilinu lauk og var því félagslaus í smá tíma.

„Já (þetta kom mér á óvart), en á sama tíma var Berglind (Rós Ágústsdóttir) þarna og þau eru að fylgjast með leikmönnum á Íslandi."

Var ákvörðunin að rifta erfið?

„Já, þetta var erfið ákvörðun. Svona óvissa er mjög óþægileg en þetta hefði ekki getað komið betur út þannig ég er mjög sátt. Auðvitað er alltaf áhætta að rifta við lið en maður getur alltaf fundið eitthvað ef tækifærin koma ekki strax."

Hvað langar hana að afreka hjá Örebro?

„Mig langar að bæta mig sem leikmann og að vera sjálfstæð, búa einhvers staðar úti, það er krefjandi. Mig langar að sjá öðruvísi fótboltamenningu og vera meiri atvinnumaður."

„Mig hefur dreymt um atvinnumennsku alveg frá því að ég byrjaði í fótbolta. Mér finnst þetta mjög óraunverulegt að ég sé að fara út, það er ekki alveg komið í hausinn á mér."

„Ég talaði við þjálfarann og spjallaði líka við Berglindi og leist mjög á það sem þau bæði höfðu að segja."


Hvaða ráð er Berglind að gefa Sólveigu?

„Hún er að gera mér ráð að vera frekar tímanlega með allt, fá mér kennitölu, sækja mér AppleTV og að ég ætti að vera undirbúin fyrir kuldann úti. Ég mun klárlega hafa samband við hana oftar einu sinni eftir að ég er komin út."

Sólveig gerir tveggja ára samning við sænska félagið. Horfir hún á þetta skref sem mögulegan stökkpall?

„Já, maður vill alltaf komast lengra, en Örebro er mjög gott lið og ég vil njóta þess að spila í þessi tvö ár."

Sólveig ræðir í viðtalinu um tímabilið og árin í Val, þjálfarann Pétur Pétursson, að spila með miklum reynsluboltum, upplifunin að spila bikarúrslitaleik og Meistaradeildarleiki og ýmislegt annað. Hún ræðir einnig um U23 landsliðsverkefnið í sumar og A-landsliðið.

Í lok viðtalsins var Sólveig spurð út í hvað hana langar til að afreka á sínum ferli.

„Það er alltaf A-landsliðið, og að spila í bestu deildunum; Þýskalandi, Spáni, Ítalíu eða Frakklandi. Nei, ég er ekki með neinn tímaramma. Ég vil fara með flæðinu, lifa í núinu. Allavega áður en ég verð 35 ára," sagði Sólveig og brosti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner