Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 28. febrúar 2020 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Legg það ekki í vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn segja"
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er ekki flókið," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, 7-1 tap gegn Breiðabliki í Lengjubikar karla.

„Þeir skoruðu eftir föst leikatriði og úr skyndisóknum. Við réðum ekki nægilega vel við það. Við vorum ágætlega skipulagðir og agaðir þegar við vorum í grunnstöðunum okkar, en pressan okkar virkaði ekki í dag."

Jóhannes Karl var þá spurður út í mál Harðar Inga Gunnarssonar, bakvarðar ÍA. Hörður Ingi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en uppeldisfélag hans FH hefur verið á höttunum á eftir honum.

Skagamenn hafa hafnað tilboðum FH-inga undanfarið en Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, sagði við Fótbolta.net fyrir viku síðan að um hafi verið að ræða mettilboð fyrir leikmann á milli liða í Pepsi Max-deildinni.

Cesare sagði jafnframt að Hörður eigi inni bónusgreiðslur frá ÍA og að hann vilji fara frá félaginu. Þá var hann ósáttur við það að Hörður væri ekki að spila í sinni réttu stöðu hjá ÍA, hægri bakvarðarstöðunni.

„Ég hef ekki lagt það í minn vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn eru að segja," sagði Jói Kalli og bætti við: „Hörður hefur verið að spila vinstri bakvörð og hefur mikið spilað vinstri bakvörð í gegnum tíðina. Það vita það allir sem þekkja Hörð að hann getur alveg spilað hægra megin og vinstra megin. Hann hefur spilað vinstri bakvörð og gert það gríðarlega vel."

„Hörður er flottur leikmaður og er okkar leikmaður."

Hörður spilaði ekki í kvöld þar sem hann er á reynslu hjá Start í Noregi. Viðtalið við Jóa Kalla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner