Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 28. febrúar 2020 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Legg það ekki í vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn segja"
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er ekki flókið," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, 7-1 tap gegn Breiðabliki í Lengjubikar karla.

„Þeir skoruðu eftir föst leikatriði og úr skyndisóknum. Við réðum ekki nægilega vel við það. Við vorum ágætlega skipulagðir og agaðir þegar við vorum í grunnstöðunum okkar, en pressan okkar virkaði ekki í dag."

Jóhannes Karl var þá spurður út í mál Harðar Inga Gunnarssonar, bakvarðar ÍA. Hörður Ingi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en uppeldisfélag hans FH hefur verið á höttunum á eftir honum.

Skagamenn hafa hafnað tilboðum FH-inga undanfarið en Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, sagði við Fótbolta.net fyrir viku síðan að um hafi verið að ræða mettilboð fyrir leikmann á milli liða í Pepsi Max-deildinni.

Cesare sagði jafnframt að Hörður eigi inni bónusgreiðslur frá ÍA og að hann vilji fara frá félaginu. Þá var hann ósáttur við það að Hörður væri ekki að spila í sinni réttu stöðu hjá ÍA, hægri bakvarðarstöðunni.

„Ég hef ekki lagt það í minn vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn eru að segja," sagði Jói Kalli og bætti við: „Hörður hefur verið að spila vinstri bakvörð og hefur mikið spilað vinstri bakvörð í gegnum tíðina. Það vita það allir sem þekkja Hörð að hann getur alveg spilað hægra megin og vinstra megin. Hann hefur spilað vinstri bakvörð og gert það gríðarlega vel."

„Hörður er flottur leikmaður og er okkar leikmaður."

Hörður spilaði ekki í kvöld þar sem hann er á reynslu hjá Start í Noregi. Viðtalið við Jóa Kalla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner