Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 28. febrúar 2020 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Legg það ekki í vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn segja"
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er ekki flókið," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, 7-1 tap gegn Breiðabliki í Lengjubikar karla.

„Þeir skoruðu eftir föst leikatriði og úr skyndisóknum. Við réðum ekki nægilega vel við það. Við vorum ágætlega skipulagðir og agaðir þegar við vorum í grunnstöðunum okkar, en pressan okkar virkaði ekki í dag."

Jóhannes Karl var þá spurður út í mál Harðar Inga Gunnarssonar, bakvarðar ÍA. Hörður Ingi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en uppeldisfélag hans FH hefur verið á höttunum á eftir honum.

Skagamenn hafa hafnað tilboðum FH-inga undanfarið en Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, sagði við Fótbolta.net fyrir viku síðan að um hafi verið að ræða mettilboð fyrir leikmann á milli liða í Pepsi Max-deildinni.

Cesare sagði jafnframt að Hörður eigi inni bónusgreiðslur frá ÍA og að hann vilji fara frá félaginu. Þá var hann ósáttur við það að Hörður væri ekki að spila í sinni réttu stöðu hjá ÍA, hægri bakvarðarstöðunni.

„Ég hef ekki lagt það í minn vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn eru að segja," sagði Jói Kalli og bætti við: „Hörður hefur verið að spila vinstri bakvörð og hefur mikið spilað vinstri bakvörð í gegnum tíðina. Það vita það allir sem þekkja Hörð að hann getur alveg spilað hægra megin og vinstra megin. Hann hefur spilað vinstri bakvörð og gert það gríðarlega vel."

„Hörður er flottur leikmaður og er okkar leikmaður."

Hörður spilaði ekki í kvöld þar sem hann er á reynslu hjá Start í Noregi. Viðtalið við Jóa Kalla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner