Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 28. febrúar 2020 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Legg það ekki í vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn segja"
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru vonbrigði, það er ekki flókið," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, 7-1 tap gegn Breiðabliki í Lengjubikar karla.

„Þeir skoruðu eftir föst leikatriði og úr skyndisóknum. Við réðum ekki nægilega vel við það. Við vorum ágætlega skipulagðir og agaðir þegar við vorum í grunnstöðunum okkar, en pressan okkar virkaði ekki í dag."

Jóhannes Karl var þá spurður út í mál Harðar Inga Gunnarssonar, bakvarðar ÍA. Hörður Ingi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en uppeldisfélag hans FH hefur verið á höttunum á eftir honum.

Skagamenn hafa hafnað tilboðum FH-inga undanfarið en Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, sagði við Fótbolta.net fyrir viku síðan að um hafi verið að ræða mettilboð fyrir leikmann á milli liða í Pepsi Max-deildinni.

Cesare sagði jafnframt að Hörður eigi inni bónusgreiðslur frá ÍA og að hann vilji fara frá félaginu. Þá var hann ósáttur við það að Hörður væri ekki að spila í sinni réttu stöðu hjá ÍA, hægri bakvarðarstöðunni.

„Ég hef ekki lagt það í minn vana að tjá mig um það sem misgáfaðir menn eru að segja," sagði Jói Kalli og bætti við: „Hörður hefur verið að spila vinstri bakvörð og hefur mikið spilað vinstri bakvörð í gegnum tíðina. Það vita það allir sem þekkja Hörð að hann getur alveg spilað hægra megin og vinstra megin. Hann hefur spilað vinstri bakvörð og gert það gríðarlega vel."

„Hörður er flottur leikmaður og er okkar leikmaður."

Hörður spilaði ekki í kvöld þar sem hann er á reynslu hjá Start í Noregi. Viðtalið við Jóa Kalla má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir