Fylkir mætti í heimsókn í Kórinn fyrr í kvöld og mættu þar HK. Eftir 6 mínútur fékk Fylkir dæmt á sig rautt spjald og víti, en þeir börðust hetjulega og komu til baka í tvígang og enduðu leikar 2-2. Rúnar Páll þjálfari Fylkis mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 2 - 2 Fylkir
„Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er ég alveg sáttur við þetta stig. Þetta var gríðarlega erfitt að vera einum færri í 90 mínútur, mjög mikill styrkleiki hjá okkur að jafna leikinn í tvígang. Við fengum mjög góð færi hérna í lokin til að stela þessu.
Ég held að okkar XG sé hærra en þeirra þrátt fyrir að vera færri í þessum leik."
Eftir um 6 mínútur af leik var dæmt víti og rautt spjald á Svein Gísla fyrir að hafa komið í veg fyrir mark með hendinni, Rúnar var ósammála dómnum og heilt yfir ósáttur með dómgæsluna í kvöld.
„Mér fannst þetta mjög hart. Miðað við hvernig ég sé myndbandið stuttu, fannst mér þetta ekki vera hendi. Hann er með hendina nánast upp við síðuna."
„Dómgæslan heilt yfir sorgleg í þessum leik. Ekki bara á okkur á þá líka, þetta er bara hlægilegt so sorry."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir