Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 29. september 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli um leiktímann: Redda sér allir fríi í vinnu með góðu eða illu
Gaman að gefa ungum leikmönnum séns
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Nei alls ekki [sáttur við þessi úrslit]. Við ætluðum að vinna en ég held að 1-1 hafi verið sanngjörn niðurstaða þó ég vildi fá þrjú stig," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir jafntefli gegn Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

„Nei, [ég var ekki ánægður með spilamennskuna]. Þetta var flatt einhvern megin. Vorum ekki nógu góðir." Ungir strákar fengu tækifærið í byrjunarliði Þórs og fleiri komu inn á sem varamenn. Var Moli sáttur með þeirra frammistöðu?

„Já. Við erum aðeins farnir að reyta inn ungum drengjum - skoða þá þar sem við siglum lygnan sjó í deildinni. Það er gaman að gefa þeim séns. Mér fannst þeir allir standa sig vel."

Það gerðust tvö umdeild atvik undir lok leiks. Fyrst voru Þórsarar ósáttir með vítaspyrnu sem Jason Daði Svanþórsson fékk og svo voru gestirnir ekki sáttir þegar Alvaro Montejo féll í teig gestanna. Jason og Alvaro fóru báðir á punktinn og skoruðu.

„Ég þyrfti að sjá atvikin bæði aftur. Markvörðurinn okkar [Aron Birkir Stefánsson] var mjög ósáttur. Sagði að hann [Jason Daði] hefði verið löngu farinn niður sem er þá eitthvað sem aðstoðardómarinn á að sjá. Ég þarf að sjá þetta aftur og líka vítið sem við fáum. Mér fannst eins og Alvaro hafi verið klipptur niður."

Leikurinn fór fram klukkan 15:30. Er ekkert mál fyrir leikmenn að redda sér fríi í skóla eða vinnu?

„Nei. Það redda sér allir fríi í vinnu, með góðu eða illu."

Nánar er rætt við Mola í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner