Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   sun 29. september 2024 20:24
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum á að skora eftir 30 sekúndur og svo fannst mér Fylkis liðið mjög flott. Þeir pressuðu vel, voru aggresívir og við áttum í smá erfiðleikum með að spila úr pressuni þeirra." Sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir að liðið hans vann Fylki 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

„Mér finnst magnað hvað þeir eru að spila vel, og hvað það er mikil sameining og mikið hjarta í þeirra liði. Því að staða þeirra er erfið, en þeir eiga svo sannarlega möguleika á að bjarga sér ef þeir spila svona áfram. Mér fannst fyrri hálfleikurinn, ekki nógu góður hjá okkur, við ræddum svo um það í hálfleik. Ef við viljum hafa gaman þá verðum við að gera betur í seinni hálfleik. Ef það á að vera gaman að keyra heim, eins og við þekkjum vel þá þurfum við að vinna leikinn. Eftir að við komumst í 2-1, og 3-1 þá fannst mér þetta aldrei spurning. Seinni hálfleikurinn er bara flottur hjá okkur, við náum að gera skiptingar, tveir ungir strákar. Dagbjartur er að spila sinn fyrsta leik í dag, þannig það er margt jákvætt svona eftir leikinn."

KA gerði það vel í fyrra að ná í góð úrslit í neðri helmingnum þrátt fyrir að vera í sömu stöðu og þeir eru núna þar sem þeir hafa ekki mikið að spila fyrir. Hallgrímur segir að markmiðið er að gera það sama í ár.

„Við ætlum okkur að ná í hinn margfræga Forsetabikar, eða það er að segja ekki skila honum, við erum með hann. Þessi vika, er þannig að við vinnum 2 leiki og missum einn niður í jafntefli á 90. mínútu, þetta er mjög óvenjuleg vika. Við erum með tvo útileiki, annar þeirra stærsta leik Íslands sem við vinnum. Menn fóru ekki beint heim í rúmið og drukku vatn, heldur var gott partý. Þannig ég er mjög ánægður með þessa viku, að vinna tvo og gera eitt jafntefli. Það er bara þannig með fótbolta að þú verður að vera mjög grimmur og vilja þetta. Maður sá í dag að annað liðið var að berjast fyrir lífi sínu, á meðan við kannski vorum smá þreyttir og ekki jafn mikið að keppa fyrir. Þess vegna er bara mjög sterkt að ná að koma í seinni hálfleikinn og gera vel. Við setjum inn á Grímsa (Hallgrím Mar) sem stóð sig frábærlega. Hann skorar úr víti og ekkert smá falleg sending á Viðar þegar við skorum. Þannig við erum að fá mjög vel inn af bekknum , og ég er bara mjög ánægður með þessa viku. Því að það er erfitt að vinna svona stóran leik og eiga tvo leiki í viðbót í vikunni og gera vel. Þannig við erum bara ánægðir með þessa viku."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner