Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 30. apríl 2021 22:36
Elvar Geir Magnússon
Jói Kalli: Veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var til viðtals eftir 0-2 tap sinna manna gegn Val í kvöld. Staðan var markalaus í hléi en Valsmenn komu öðruvísi gíraður í seinni hálfleikinn.

„Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, náðum að pressa þá í fyrri hálfleik og hefðum getað verið á undan Völsurunum að skora sem hefði skipt gríðarlega miklu máli. Ég held að við höfum komið þeim á óvart með því að pressa þá en Heimir fékk svo smá tíma til að stilla sína menn af inn í seinni hálfleikinn og við vorum aðeins of passívir inn í pressuna í seinni," sagði Jói Kalli.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég sá að það var varla snerting, ef það var einhver snerting á Patrick Pedersen. Hann hendir sér upp og fiskar fyrra spjaldið á hann. Það var aldrei spjald og hann hefði aldrei átt að fara út af. Mér fannst við aldrei missa hausinn," sagði Jói.

Því var velt upp hvort Ísak væri eitthvað vanstilltur. eftir atvikið á KR-vellinum á dögunum.

„Já [ég er algjörlega ósammála því]. Ísak er hörku íþróttamaður og mikill keppnismaður. Það er ansi langt síðan það var og hefur ekkert með það að gera í dag að hann fékk gult spjald. Hann fékk ósanngjarnt fyrra gula spjaldið, hann er fylginn sér og fer í hörku tæklingu við Hauk Pál þar sem hann vinnur bara boltann. Ég veit ekki af hverju Ísak Snær fær ekki að klára leikinn."

„Ég var ósáttur að hann fékk rautt spjald. Mér fannst dómarinn dæma virkilega vel en ég var ósáttur sérstaklega með fyrra gula spjaldið á Ísak og mér fannst dómari leiksins vera fljótur að henda upp gulum spjöldum á okkur á meðan Birkir Már fær að skokka rólega til baka og fær bara tiltal,"
sagði Jói.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst
Athugasemdir
banner
banner