Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 30. júlí 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann sannfærandi sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í kvöld.

Leikurinn var leikinn bak við luktar dyr eftir hertar reglur yfirvalda vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið mjög sérstakt að stýra sínu liði við þessar aðstæður. KR-völlurinn var galtómur.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

„Þetta var mjög sérstakt. Eftir fréttir morgunsins þá leið manni hjálf kjánalega í allan dag. Maður vissi ekki hvernig maður ætti að snúa sér í þessu. Við töluðum við strákana og sögðum að þeir þyrftu að tala meira sína á milli og reyna að búa til einhver læti. En þetta var mjög erfitt og óþægilegt," segir Rúnar.

„Ég vonast til þess að þetta verði ekki svona of lengi. En þetta er jafn erfitt fyrir bæði lið og alla sem koma að þessu og ef þetta er leiðin þá verðum við að fara hana, því miður."

Óvissa er um framhaldið og Rúnar viðurkennir að staðan sé mjög óþægileg.

„Það er algjör óvissa. Þetta er leiðinleg staða sem við erum í þessu. Vonandi nær það ágæta fólk sem stýrir landinu tökum á þessu aftur. Vonandi getum við komið þjóðfélaginu af stað aftur. Við höfum talað um að menn þurfi að passa upp á að spritta sig og þvo hendurnar, ekki vera að kjassast of mikið inni í klefa. Fólk er komið of mikið á flug, öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka."

Í viðtalinu ræðir hann að sjálfsögðu einnig um sigur KR-inga í leik kvöldsins en hægt er að horfa á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner