Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 30. september 2023 19:49
Arnar Laufdal Arnarsson
"Ef við værum með sömu aðstöðu og hinir þá værum við ekki að spila þennan leik í dag"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Bara stórkostlegt, mikið af tilfinningum mikil gleði mikið stolt bara allur skalinn ég veit hvað ég get sagt og þessi stuðningur sem við fengum í dag maður er bara ótrúlega stoltur" Sagði Davíð Smári þjálfari Vestra í viðtali við Fótbolti.net eftir að Vestri unnu Aftureldingu 1-0 í úrslitaleik Lengjudeildar-umspilsins.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Var þetta alltaf ætlunin að fara upp úr Lengjudeildinni fyrir mót?

"Já. Við byrjuðum kannski ekki eins og við hefðum viljað byrja úrslitalega séð en spilamennskan var flott og batnandi með hverjum leiknum maður fór aldrei í eitthvað panik alls ekki, en heilt yfir nokkuð sáttur með mótið í heild sinni. Svo ég skjóti aðeins á bæjarfélagið á Ísafirði að ef við hefðum fengið sömu aðstöðu og hin liðin þá værum við ekki að spila þennan leik í dag heldur hefðum við bara klárað mótið en það er mín upplifun. Það er búið að lofa okkur velli fyrir næsta ár og nú kemur virkilega að því að bæjarfélagið standi við orðin sín"

Verður sá völlur klár þegar flautað verður til leiks í Bestu deildinni í apríl 2024?

"Það er allavega búið að lofa því, bæjarfélagið hefur ekki verið að hjálpa okkur mikið hvað þetta varðar en ég trúi ekki öðru þegar bæjarfélagið er vitni af því sem átti sér stað í dag að að öll bæjarfélög þurfa á einhverri samheldni að halda og ef að fólk getur fengið almennilegan völl til að spila á þá held ég það verði ofboðsleg rómantík á Ísafirði"

Mikið hefur verið rætt um peninginn sem var undir í þessum leik og hvað varðar völlinn umrædda, fer allur peningurinn í nýja völlinn?

"Mér eiginlega gæti ekki verið meira sama um einhverja peninga í þessu það er bara gleði og sigrar næra bara sálina alveg sama hversu miklir peningar eru í boði það er bara þannig fyrir mér"

Hvernig sér Davíð restina af kvöldinu fyrir sér?

"Bara njóta ég ætla bara að njóta ég ætla að fara hitta strákana ég er búinn að vera í einhverjum viðtölum í 20 mínútur en mér langar líka að koma því að, það er svo mikil samheldni í kringum þetta, leikmennirnir stóðu sig frábærlega stuðningsmenn sömuleiðis, teymið á bakvið mig var frábært Daniel Badu, Brenton Muhammad, Sammi auðvitað frábær, Guðný, Tinna, Nonni bara allir sem komu að þessu við áttum þetta öll skilið"

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar fer hann um víðan völl hvað varðar undirbúningstímabilið, leikinn sjálfan og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner