Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 31. maí 2020 21:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Við erum búnir að loka búðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur æfingaleikur á Kópavogsvelli þar sem við áttust Breiðablik og Valur þar sem leikar enduðu með 3-3 jafntefli.

Daninn öflugi Patrick Pedersen skoraði tvö af mörkum Valsmanna í leiknum og gerði Orri Sigurður Ómarsson eitt. Thomas Mikkelsen skoraði fyrstu tvö mörk Blika og Kwame Quee skoraði þriðja mark þeirra.

„Ég horfi kannski ekki rosa mikið í úrslitin en bara þokkalega sáttur, margt gott í þessu og margt sem við getum bætt og það var í rauninni tilgangurinn með þessum leik, að spila gegn frábæru liði Valsmanna og reyna finna út hvar veikleikarnir okkar liggja," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, um leikinn.

"Þetta helgaðist líka bara af þvi að þarna voru menn sem eru búnir að spila lítið, menn sem eru búnir að vera meiddir einnig í útlöndum eins og Andri Rafn Yeoman, leikmenn sem þurftu mínútur en svo kemur það bara í ljós hvernig liðið verður í fyrsta leik gegn Gróttu en það er ljóst að það er fullt af góðum mönnum."
Hafði Óskar að segja um hvort þetta hefði verið byrjunarliðið í sumar.

Óskar var spurður hvernig Blikar horfa á leikmannamarkaðinn og hvort menn væru á leið í Blika eða í burtu á lán.

" Við erum í rauninni búnir að loka búðinni, það fer enginn og það kemur í rauninni enginn nema það falli einhver ótrúlega óvænt af himnum ofan sem er ómótstæðilegur en við erum búnir að loka búðinni."

Breiðablik fá fyrrum lærisveina Óskars í Gróttu í heimsókn þann 14. júní á Kópavogsvöll í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla og þar snýr Gústi Gylfa einnig aftur á sinn gamla heimavöll.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner