Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 31. maí 2020 21:11
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Við erum búnir að loka búðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram virkilega spennandi og skemmtilegur æfingaleikur á Kópavogsvelli þar sem við áttust Breiðablik og Valur þar sem leikar enduðu með 3-3 jafntefli.

Daninn öflugi Patrick Pedersen skoraði tvö af mörkum Valsmanna í leiknum og gerði Orri Sigurður Ómarsson eitt. Thomas Mikkelsen skoraði fyrstu tvö mörk Blika og Kwame Quee skoraði þriðja mark þeirra.

„Ég horfi kannski ekki rosa mikið í úrslitin en bara þokkalega sáttur, margt gott í þessu og margt sem við getum bætt og það var í rauninni tilgangurinn með þessum leik, að spila gegn frábæru liði Valsmanna og reyna finna út hvar veikleikarnir okkar liggja," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, um leikinn.

"Þetta helgaðist líka bara af þvi að þarna voru menn sem eru búnir að spila lítið, menn sem eru búnir að vera meiddir einnig í útlöndum eins og Andri Rafn Yeoman, leikmenn sem þurftu mínútur en svo kemur það bara í ljós hvernig liðið verður í fyrsta leik gegn Gróttu en það er ljóst að það er fullt af góðum mönnum."
Hafði Óskar að segja um hvort þetta hefði verið byrjunarliðið í sumar.

Óskar var spurður hvernig Blikar horfa á leikmannamarkaðinn og hvort menn væru á leið í Blika eða í burtu á lán.

" Við erum í rauninni búnir að loka búðinni, það fer enginn og það kemur í rauninni enginn nema það falli einhver ótrúlega óvænt af himnum ofan sem er ómótstæðilegur en við erum búnir að loka búðinni."

Breiðablik fá fyrrum lærisveina Óskars í Gróttu í heimsókn þann 14. júní á Kópavogsvöll í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla og þar snýr Gústi Gylfa einnig aftur á sinn gamla heimavöll.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Óskar.
Athugasemdir