Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
banner
   lau 16. júní 2012 17:32
Arnar Þór Ingólfsson
Ólafur Kristjánsson: Gæti kallað yfir mig runu af Twitti
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þolinmæði er orð sem er oft notað við svona tilefni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Grindavík

Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en bæði mörkin komu á síðasta korterinu.

,,Ég er búinn að lesa um hvern leikinn á fætur öðrum þar sem þér og kollegum þínum hafa fundist leikirnir vera hrútleiðinlegir. Nú gæti ég kallað yfir mig runu af all skonar Twitti. Að sjálfsögðu var barátta."

,,Þetta voru tvö lið sem voru neðarlega í deildinni og þá er barátta. Þú ferð ekki úr glansfótbolta í baráttu. Þú ferð úr baráttu og vinnusemi yfir í að spila það sem mönnum finnst skemmtilegur fótbolti."


Varamennirnir Guðmundur Pétursson og Rafn Andri Haraldsson sáu um að skora mörkin í dag.

,,Þeir ráku smiðshöggið á það sem að hinir voru búnir að grafa upp og nýttu sér það. Þetta er eins og þegar þú ert að grafa orma fyrir veiðina þá er ágætt að einhver sé búinn að grafa holuna og svo plokkar þú ormana."

Einungis 456 áhorfendur mættu á leikinn í dag en Ólafur telur að það sé fínt að spila á laugardögum.

,,Mér finnst þeir vera frábærir. Byrja daginn snemma, hreyfa sig, róta aðeins í moldinni og koma síðan á völlinn," sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner