Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   lau 16. júní 2012 17:32
Arnar Þór Ingólfsson
Ólafur Kristjánsson: Gæti kallað yfir mig runu af Twitti
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þolinmæði er orð sem er oft notað við svona tilefni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Grindavík

Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en bæði mörkin komu á síðasta korterinu.

,,Ég er búinn að lesa um hvern leikinn á fætur öðrum þar sem þér og kollegum þínum hafa fundist leikirnir vera hrútleiðinlegir. Nú gæti ég kallað yfir mig runu af all skonar Twitti. Að sjálfsögðu var barátta."

,,Þetta voru tvö lið sem voru neðarlega í deildinni og þá er barátta. Þú ferð ekki úr glansfótbolta í baráttu. Þú ferð úr baráttu og vinnusemi yfir í að spila það sem mönnum finnst skemmtilegur fótbolti."


Varamennirnir Guðmundur Pétursson og Rafn Andri Haraldsson sáu um að skora mörkin í dag.

,,Þeir ráku smiðshöggið á það sem að hinir voru búnir að grafa upp og nýttu sér það. Þetta er eins og þegar þú ert að grafa orma fyrir veiðina þá er ágætt að einhver sé búinn að grafa holuna og svo plokkar þú ormana."

Einungis 456 áhorfendur mættu á leikinn í dag en Ólafur telur að það sé fínt að spila á laugardögum.

,,Mér finnst þeir vera frábærir. Byrja daginn snemma, hreyfa sig, róta aðeins í moldinni og koma síðan á völlinn," sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner