Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mið 11. september 2019 23:01
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Tókum ákveðna sénsa
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var örugglega gaman að horfa á þennan leik. Þetta var fjörugur leikur og fullt af færum. Mér fannst við bara spila hann ágætlega. Við fáum á okkur klaufaleg mörk en mér fannst sterkt að koma til baka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 sigur á Sparta Prag í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Leikurinn var opinn og skemmtilegur og spilaðist í takt við það sem þjálfarateymi Blika hafði átt von á fyrirfram.

„Þær hafa spilað svona í þeim leikjum sem við höfum skoðað með þeim. Þær eru hátt uppi með vængbakverðina og sækja á rosalega mörgum mönnum. Við það að lenda undir þá bjóst maður við því að þær myndu kannski falla til baka og verða aðeins agaðri og skipulagðari en sem betur fer er það ekki til í orðabókinni hjá þeim. Það var bara jákvætt.“

Það komu upp atvik í leiknum þar sem varnarleikur Blika var ekki sannfærandi og mörkin tvö sem Sparta Prag skoraði voru afskaplega klaufaleg af hálfu Breiðabliks. Steini vill ekki meina að það sé sérstakt áhyggjuefni.

„Það koma leikir þar sem þú færð á þig mörk og það er partur af þessu. Þær spila náttúrulega með margar inn í teig og sækja á mörgum mönnum. Á móti kemur að við fengum mjög góða sénsa til að skapa dauðafæri og við fengum færi. Við bjuggumst alveg við þeim svolítið opnum og tókum ákveðna sénsa líka.“

Seinni viðureign liðanna verður spiluð í Prag eftir tvær vikur og Steini trúir því að með öguðum leik geti Blikar komist áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Þær þurfa náttúrulega að vinna og það er kostur. Ég held að þær mæti bara í þann leik nákvæmlega eins og þennan. Þær muni sækja hátt upp og sækja á mörgum mönnum. Það gefur okkur séns á að skora úti líka. Ef við spilum agaðan leik og skipulagðan þá refsum við þeim úti. Ég er alveg sannfærður um það.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner