Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
   sun 15. september 2019 22:09
Baldvin Már Borgarsson
Eiður Ben: Gott fótboltalið sem féll í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður var sáttur með stigið gegn Breiðablik fyrr í kvöld þó hann hefði auðvitað viljað sigurinn úr því sem komið var en Valur er ennþá með Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Valur

Breiðablik jafnaði leikinn á síðustu sekúndum leiksins, það hlýtur að vera grautfúlt að hafa ekki klára þetta úr því sem komið var?

„Já auðvitað hefðum við viljað fagna almennilega inni í klefa, en að sama skapi eru þetta góð úrslit fyrir okkur og við klárum þetta bara á heimavelli''

Það þarf gríðarlega mikið að gerast til þess að Valur verði ekki Íslandsmeistari en Valur þarf að tapa fyrir föllnum Keflavíkurstúlkum á Hlíðarenda og Breiðablik þarf að vinna Fylki í Árbænum.

„Þetta verður alltaf hörkuleikur við Keflavík, þær eru því miður mjög gott fótboitalið sem féll í dag þannig þær munu leggja sig allar í þennan síðasta Pepsi Max leik hjá sér þannig við verðum að vera á tánum.''

Valur hefur spilað marga betri leiki en þennan og Blikar stjórnuðu ferðinni, var það uppleggið?

„Markmiðað var að verja markið okkar og á meðan að við myndum halda okkar marki hreinu þá vorum við að fara að sigla þessum titli heim.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Eiður meðal annars betur um leikinn, pressuna og taugarnar í stöðunni 0-0, reynsluna í liðinu, leikinn gegn Keflavík og orðróm varðandi leikmannakaup hjá Val.
Athugasemdir
banner