Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   sun 15. september 2019 22:09
Baldvin Már Borgarsson
Eiður Ben: Gott fótboltalið sem féll í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður var sáttur með stigið gegn Breiðablik fyrr í kvöld þó hann hefði auðvitað viljað sigurinn úr því sem komið var en Valur er ennþá með Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Valur

Breiðablik jafnaði leikinn á síðustu sekúndum leiksins, það hlýtur að vera grautfúlt að hafa ekki klára þetta úr því sem komið var?

„Já auðvitað hefðum við viljað fagna almennilega inni í klefa, en að sama skapi eru þetta góð úrslit fyrir okkur og við klárum þetta bara á heimavelli''

Það þarf gríðarlega mikið að gerast til þess að Valur verði ekki Íslandsmeistari en Valur þarf að tapa fyrir föllnum Keflavíkurstúlkum á Hlíðarenda og Breiðablik þarf að vinna Fylki í Árbænum.

„Þetta verður alltaf hörkuleikur við Keflavík, þær eru því miður mjög gott fótboitalið sem féll í dag þannig þær munu leggja sig allar í þennan síðasta Pepsi Max leik hjá sér þannig við verðum að vera á tánum.''

Valur hefur spilað marga betri leiki en þennan og Blikar stjórnuðu ferðinni, var það uppleggið?

„Markmiðað var að verja markið okkar og á meðan að við myndum halda okkar marki hreinu þá vorum við að fara að sigla þessum titli heim.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Eiður meðal annars betur um leikinn, pressuna og taugarnar í stöðunni 0-0, reynsluna í liðinu, leikinn gegn Keflavík og orðróm varðandi leikmannakaup hjá Val.
Athugasemdir
banner