Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 01. júní 2023 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Ómar Ingi: Vorum lélegir frá upphafi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur með frammistöðu sinna manna í 3-0 tapinu gegn ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 HK

HK-ingar hafa verið fullir af baráttu og áræðni í byrjun tímabils og verið inni í öllum leikjum en þeir sáu ekki til sólar í dag.

Eyjamenn voru töluvert sterkari aðilinn og unnu sannfærandi sigur eftir að hafa tapað fimm leikjum í röð fram að þessum leik.

„Verðskuldað tap. Vorum lélegir frá upphafi, verðskuldað tap hjá okkur verðskuldaður sigur hjá Eyjamönnum.“

„Jú, held að þurfi engan sérstakan sérfræðing til að átta sig á því að frammistaðan okkar í dag var langt frá því sem að við eigum að geta sætt okkur við og við þurfum að lagfæra það hið snarasta,“
sagði Ómar við Fótbolta.net.

HK mætir Val næst í deildinni þann 11. júní en planið er væntanlega að bæta upp fyrir það í næsta leik?

„Auðvitað er það planið. Þessi leikur var smá skellur eða bakslag í þessu að við hvorki skorum og erum að tapa með meira en einu marki sem hefur ekki verið að gerast hingað til í sumar en getum það ekki alveg látið núlla út sumarið hingað til og passa okkur að leggjast ekki of mikið í vonbrigði en við þurfum að leggjast í vinnu við að rétta okkur af,“ sagði Ómar Ingi í lokin.
Athugasemdir
banner