„ Við spiluðum mjög fínan fyrri hálfleik hér í dag og erum verðskuldað yfir 1-0. Svo er eins og það bara slokkni á okkur þegar þeir jafna og að við vljum ekki taka lengur þátt í leiknum. “ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sem mátti gera sér að góðu að tapa 3-1 gegn Fylki í dag eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 3 Fylkir
Keflavíkurliðið sem þegar er fallið hefur að litlu öðru að keppa en stolti. Hvað útskýrir slíkt hrun á leik liðins? Menn komnir í frí í kollinum?
„Þetta getur svo sem brugðið til beggja vona þegar þú ert fallinn. Þetta getur verið léttir og þú getur átt einhvern draumaleik en það var eiginlega öfugt hjá okkur í seinni hálfleik. Þeir vildu þetta bara meira en við í seinni hálfleik og vinna okkur verðskuldað.“
Það hefur oft verið sagt að ekkert falli með liðum sem lenda í miklum ,mótbyr. Í dag gerði Keflavík skiptingu á 79.mínútu leiksins þegar Sindri Þór Guðmundsson kom inn á völlinn. Leikur fór af stað á ný og 21 sekúndu síðar var Sindri rekinn af velli með rautt spjald.
„Það er erfiðarar að vera einum færri og það hjálpaði okkur ekkert. 21 sekúnda það hlýtur að vera nýtt Íslandsmet.“
Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars framhaldið og hvað framundan er hjá Keflavík.
Athugasemdir