„Tilfinningin er bara frábær, sérstaklega eftir að hafa lent undir rétt fyrir hálfleik á versta tíma. Ég er bara gríðarlega stoltur af okkur hvernig við náum að snúa þessu við.“ Sagði Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-1 sigur Fylkis á Keflavík fyrr í dag sem setur Fylki í kjörstöðu í fallbaráttu Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 3 Fylkir
Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og í raun lítið um færi heilt yfir. Keflavík komst þó yfir með ágætu marki og leiddi í hálfleik. Í síðari hálfleik voru allar vélar ræstar hjá Fylkismönnum sem voru mikið mun sterkari aðilinn og standa uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar.
„Við ætluðum að liggja til baka og leyfa þeim að koma á okkur ú fyrri hálfleik sem að gekk ágætlega. Við vorum bara ekki nógu góðir á boltanum í fyrri hálfleik. En í seinni hálfleik allt annað og mikill kraftur í okkur og mikill karakter. “
Sagði Ragnar sem hélt svo áfram að ræða frammistöðu liðins.
„Ég held að leikurinn gegn HK hafi gert gríðarlega mikið fyrir okkur . Gaf okkur betri trú á verkefnið og þétti liðið betur saman. Við tókum það heilt yfir með okkur inn í þennan leik. Planið gekk svo sem upp í fyrri hálfleik en við vorum bara lélegir á boltann. En leið og seinni hálfleikur byrjar þá bara ætlum við okkur virkilega að ná sigri til að koma okkur í ennþá betri stöðu.“
Sagði Ragnar Bragi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir