Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var að vonum nokkuð hress er hann mætti í viðtal við fréttaritara að loknum 3-1 sigri Fylkis á Kelfavík suður með sjó fyrr í dag. Fylkir sem var marki undir í hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik gaf allt í botn í þeim síðari og sigldi heim sanngjörnum 3-1 sigri,
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 3 Fylkir
„Við þurftum að fara hærra á þá reyna að pressa þá og höfðum engu að tapa þar. Við ýttum okkur framar og vorum beinskeyttari í að koma okkur á bakvið þá. Fengum fullt af hornum og aukaspyrnum og nýttum það bara vel.“
Fyrri hálfeikur var nokkuð hægur og lítið um færi í honum heilt yfir þó Keflavík hafi gert gott mark í blálok hans. Fannst Rúnari hans lið mögulega of passívt?
„Já við vorum of passívir. Þeir reyndar sköpuðu ekki neitt en við fengum einhver þrjú ágætis færi eftir upphlaup í fyrri hálfleiknum þar sem við fórum bakvíð þá. Við reyndum að virkja það svolítið í seinni hálfleik, fara meira bakvíð þá og vera meira "direct" í sendingum. “
Örlög Fylkismanna eru algjörlega í þeirra höndum og þurfa þeir því ekki að horfa á neinn annan en sjálfan sig í þeirri baráttu sem slagurinn við fallið er.
„Við kláruðum okkar leik í dag, síðan sjáum við bara hvernig fer seinna í dag hjá hinum liðunun, Við getum ekkert haft áhrif á það, En við gátum haft áhrif á hvað við gerðum hér í dag og gerðum það feykivel.“
Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir