Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 02. júní 2023 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Mynd: Fótbolti.net
Danijel Dejan Djuric var heldur betur í hringiðunni þegar allt varð vitlaust eftir leik Breiðabliks og Víkings í kvöld. Undirritaður sá Danijel í jörðinni eftir leik og spurði hann hvað hefði gerst.

„Ég finn bara að einhver tekur í hálsinn á mér, ég veit ekki hver það var, en það á ekki að gerast - það er ekki fótbolti finnst mér. Það var mikill hiti, en af hverju að taka í hálsinn á mér? Ég var bara að tala."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Já, ég hef aldrei lent í þessu áður að einhver tekur í hálsinn á mér eftir leik. Þetta var eithvað svo lélegt hjá honum (þeim sem gerði þetta)."

„Tíminn var runninn út og hann hafði mjög mikinn tími til að flauta þetta af, en hann vildi það ekki. Við vorum bara með klukku á bekknum, komið í sjö mínútur en bara sex mínútum bætt við. Ég væli aldrei yfir dómurum, ég veit að þeir eru mannlegir. Þetta er bara pirrandi, en áfram gakk."


Danijel var í byrjunarliðinu í leiknum en var tekinn af velli í seinni hálfleik. Hvernig upplifði hann lokamínúturnar?

„Þetta voru lengstu mínútur sem ég hef upplifað. Þetta er svo svekkjandi. En núna er ég bara að hugsa að þetta gerðist bara og er búið. Ég er ekki að dvelja í þessu og það er enginn að fara breyta neinu," sagði Danijel.

Viðtalið er talsvert lengra og er farið yfir leikinn fram að lokamínútunum, hlutverk Danijels og að spila á móti Breiðabliki á Kópavogvelli.
Athugasemdir
banner