Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 02. júní 2023 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Mynd: Fótbolti.net
Danijel Dejan Djuric var heldur betur í hringiðunni þegar allt varð vitlaust eftir leik Breiðabliks og Víkings í kvöld. Undirritaður sá Danijel í jörðinni eftir leik og spurði hann hvað hefði gerst.

„Ég finn bara að einhver tekur í hálsinn á mér, ég veit ekki hver það var, en það á ekki að gerast - það er ekki fótbolti finnst mér. Það var mikill hiti, en af hverju að taka í hálsinn á mér? Ég var bara að tala."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Já, ég hef aldrei lent í þessu áður að einhver tekur í hálsinn á mér eftir leik. Þetta var eithvað svo lélegt hjá honum (þeim sem gerði þetta)."

„Tíminn var runninn út og hann hafði mjög mikinn tími til að flauta þetta af, en hann vildi það ekki. Við vorum bara með klukku á bekknum, komið í sjö mínútur en bara sex mínútum bætt við. Ég væli aldrei yfir dómurum, ég veit að þeir eru mannlegir. Þetta er bara pirrandi, en áfram gakk."


Danijel var í byrjunarliðinu í leiknum en var tekinn af velli í seinni hálfleik. Hvernig upplifði hann lokamínúturnar?

„Þetta voru lengstu mínútur sem ég hef upplifað. Þetta er svo svekkjandi. En núna er ég bara að hugsa að þetta gerðist bara og er búið. Ég er ekki að dvelja í þessu og það er enginn að fara breyta neinu," sagði Danijel.

Viðtalið er talsvert lengra og er farið yfir leikinn fram að lokamínútunum, hlutverk Danijels og að spila á móti Breiðabliki á Kópavogvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner