Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fös 02. júní 2023 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Mynd: Fótbolti.net
Danijel Dejan Djuric var heldur betur í hringiðunni þegar allt varð vitlaust eftir leik Breiðabliks og Víkings í kvöld. Undirritaður sá Danijel í jörðinni eftir leik og spurði hann hvað hefði gerst.

„Ég finn bara að einhver tekur í hálsinn á mér, ég veit ekki hver það var, en það á ekki að gerast - það er ekki fótbolti finnst mér. Það var mikill hiti, en af hverju að taka í hálsinn á mér? Ég var bara að tala."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

„Já, ég hef aldrei lent í þessu áður að einhver tekur í hálsinn á mér eftir leik. Þetta var eithvað svo lélegt hjá honum (þeim sem gerði þetta)."

„Tíminn var runninn út og hann hafði mjög mikinn tími til að flauta þetta af, en hann vildi það ekki. Við vorum bara með klukku á bekknum, komið í sjö mínútur en bara sex mínútum bætt við. Ég væli aldrei yfir dómurum, ég veit að þeir eru mannlegir. Þetta er bara pirrandi, en áfram gakk."


Danijel var í byrjunarliðinu í leiknum en var tekinn af velli í seinni hálfleik. Hvernig upplifði hann lokamínúturnar?

„Þetta voru lengstu mínútur sem ég hef upplifað. Þetta er svo svekkjandi. En núna er ég bara að hugsa að þetta gerðist bara og er búið. Ég er ekki að dvelja í þessu og það er enginn að fara breyta neinu," sagði Danijel.

Viðtalið er talsvert lengra og er farið yfir leikinn fram að lokamínútunum, hlutverk Danijels og að spila á móti Breiðabliki á Kópavogvelli.
Athugasemdir
banner